Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
   mið 14. janúar 2026 17:30
Elvar Geir Magnússon
Afskaplega þunnskipaðir aftast
Livramento verður frá í næstu tvo mánuði.
Livramento verður frá í næstu tvo mánuði.
Mynd: EPA
Eddie Howe, stjóri Newcastle, segir að meiðslavandræði í varnarlínu liðsins sé orðið vandamál en komið hefur í ljós að Tino Livramento verður frá í tvo mánuði vegna meiðsla aftan í læri.

Hann fór haltrandi af velli í sigri Newcastle gegn Bournemouth í FA-bikarnum á laugardag.

Livramento hefur aðeins komið við sögu í þrettán leikjum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en hann hefur misst af stórum hluta tímabilsins vegna hnémeiðsla.

Dan Burn, Fabian Schar og Emil Krafth eru einnig á meiðslalistanum.

„Varnarlega erum við mjög þunnskipaðir. Við vonumst til þess að Dan snúi bráðlega aftur. Það myndi hjálpa okkur mjög mikið. Svo er glugginn auðvitað opinn," segir Howe en Burn gæti snúið aftur fyrir mánaðamót.

Newcastle heimsækir Úlfana á sunnudaginn.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 21 15 4 2 40 14 +26 49
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 21 10 5 6 32 28 +4 35
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner
banner