Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
   fim 15. janúar 2026 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Taylor og Ratkov fylla í skörðin (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Ítalska félagið Lazio er búið að kaupa tvo leikmenn og selja tvo á fyrri hluta janúargluggans.

Lazio seldi Taty Castellanos til West Ham og Mattéo Guendouzi til Fenerbahce fyrir tæpar 60 milljónir evra. Félagið var ekki lengi að finna nýja menn í þeirra stað fyrir talsvert lægri upphæð.

Kenneth Taylor mun berjast um byrjunarliðssæti á miðjunni. Hann er 23 ára gamall Hollendingur sem hefur verið lykilmaður í liði Ajax síðustu ár.

Taylor gerir fjögurra og hálfs árs samning við Lazio sem borgar 15 milljónir evra fyrir. Taylor er með 5 landsleiki að baki fyrir Holland og er fjölhæfur miðjumaður þar sem hann er bæði sterkur varnar- og sóknarlega. Hann kom að 23 mörkum í 52 leikjum með Ajax á síðustu leiktíð en hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar á fyrri hluta yfirstandandi tímabils.

Taylor á að leysa verkefni Guendouzi af hólmi og lék hann næstum allan leikinn í naumum sigri gegn Verona um síðustu helgi.

Framherjinn efnilegi Petar Ratkov er einnig kominn til félagsins og kom hann inn af bekknum í sigrinum gegn Verona.

Ratkov er 22 ára Serbi sem hefur verið mjög umtalaður undanfarin misseri eftir góða frammistöðu með RB Salzburg.

Ratkov kom að 15 mörkum í 29 leikjum með Salzburg á fyrri hluta tímabils og kaupir Lazio hann fyrir 13 milljónir evra. Hann var á dögunum rétt fyrir ofan Orra Stein Óskarsson á lista yfir verðmætustu ungu sóknarmenn Evrópu.

Ratkov semur einnig til júní 2030.

   03.06.2024 11:00
Orri Steinn meðal verðmætustu ungu sóknarmanna Evrópu

Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 20 15 1 4 43 17 +26 46
2 Milan 19 11 7 1 30 15 +15 40
3 Napoli 20 12 4 4 30 17 +13 40
4 Juventus 20 11 6 3 32 16 +16 39
5 Roma 20 13 0 7 24 12 +12 39
6 Como 19 9 7 3 27 13 +14 34
7 Atalanta 20 8 7 5 25 19 +6 31
8 Bologna 20 8 6 6 29 22 +7 30
9 Lazio 20 7 7 6 21 16 +5 28
10 Udinese 20 7 5 8 22 32 -10 26
11 Sassuolo 20 6 5 9 23 27 -4 23
12 Torino 20 6 5 9 21 32 -11 23
13 Cremonese 20 5 7 8 20 28 -8 22
14 Parma 20 5 7 8 14 22 -8 22
15 Genoa 20 4 7 9 22 29 -7 19
16 Cagliari 20 4 7 9 21 30 -9 19
17 Lecce 20 4 5 11 13 28 -15 17
18 Fiorentina 20 2 8 10 21 31 -10 14
19 Pisa 20 1 10 9 15 30 -15 13
20 Verona 20 2 7 11 17 34 -17 13
Athugasemdir
banner
banner