Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
   fim 15. janúar 2026 19:20
Ívan Guðjón Baldursson
Brian Madjo til Aston Villa (Staðfest)
Mynd: Aston Villa
Aston Villa er búið að ganga frá kaupum á hinum 17 ára gamla Brian Madjo sem kemur til félagsins úr röðum franska félagsins Metz.

Aston Villa borgar 10 milljónir punda til að kaupa Madjo sem er með þrjá A-landsleiki að baki fyrir Lúxemborg, en leikur í dag fyrir U17 landslið Englands.

Madjo er með 4 mörk í 9 landsleikjum fyrir England og verður gríðarlega spennandi að fylgjast með honum þróa sinn leik. Ólíklegt er að hann verði mikið í kringum aðalliðið hjá Aston Villa til að byrja með.

Madjo kom við sögu í fimm keppnisleikjum í efstu deild franska boltans á fyrri hluta tímabils.
Athugasemdir
banner
banner
banner