Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
fimmtudagur 18. desember
Sambandsdeildin
fimmtudagur 27. nóvember
miðvikudagur 19. nóvember
Evrópubikarinn - 16-liða úrslit
sunnudagur 16. nóvember
Undankeppni HM
fimmtudagur 13. nóvember
Undankeppni EM U21
Undankeppni HM
miðvikudagur 12. nóvember
Evrópubikarinn - 16-liða úrslit
fimmtudagur 6. nóvember
Sambandsdeildin
miðvikudagur 29. október
Þjóðadeild kvenna - Umspil
sunnudagur 26. október
Besta-deild karla - Efri hluti
föstudagur 24. október
Þjóðadeild kvenna - Umspil
fimmtudagur 23. október
Sambandsdeildin
miðvikudagur 22. október
Evrópukeppni unglingaliða
mánudagur 20. október
Besta-deild karla - Efri hluti
miðvikudagur 15. október
Evrópubikar kvenna
þriðjudagur 14. október
Undankeppni EM U21
mánudagur 13. október
Undankeppni HM
laugardagur 11. október
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 10. október
Undankeppni HM
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 9. október
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
miðvikudagur 8. október
Evrópubikar kvenna
mánudagur 6. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
sunnudagur 5. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
laugardagur 4. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 3. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 2. október
Sambandsdeildin
miðvikudagur 1. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Evrópukeppni unglingaliða
þriðjudagur 30. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
mánudagur 29. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 28. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 27. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 26. september
Fótbolti.net bikarinn
mánudagur 22. september
Besta-deild karla - Efri hluti
miðvikudagur 17. september
Lengjudeild karla - Umspil
mánudagur 15. september
Besta-deild karla
föstudagur 12. september
Besta-deild kvenna
fimmtudagur 15. janúar
Bundesligan
Augsburg 0 - 0 Union Berlin
Serie A
Verona 2 - 3 Bologna
Como - Milan - 19:45
Bikarkeppni
Burgos - Valencia - 20:00
Racing Santander - Barcelona - 20:00
fim 15.jan 2026 17:53 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Viðar opnar sig: Leitaði sér hjálpar vegna áfengis- og spilafíknar

Fyrrum landsliðsmaðurinn Viðar Örn Kjartansson hefur glímt við áfengis- og spilafíkn. Hann tók sig til sumarið 2024 og vann í sjálfum sér og leitaði sér svo aðstoðar á síðasta ári vegna vandans. Viðar segir vandann hafa sett sinn svip á síðustu árin sem atvinnumaður erlendis. Hann ræddi við Fótbolta.net í dag.

Viðar skoraði fjögur mörk í 32 leikjum á ferlinum.
Viðar skoraði fjögur mörk í 32 leikjum á ferlinum.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Raðaði inn mörkum með Fylki 2013.
Raðaði inn mörkum með Fylki 2013.
Mynd/Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Í leik með ÍBV sumarið 2010.
Í leik með ÍBV sumarið 2010.
Mynd/Fótbolti.net - Gísli Baldur
Í leik með Selfossi 2012.
Í leik með Selfossi 2012.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Eftir að þau fara heim er maður svolítið andlega týndur, ég missti stjórn á því sem ég var að gera og gerði hluti sem ég vildi í rauninni ekki gera'
'Eftir að þau fara heim er maður svolítið andlega týndur, ég missti stjórn á því sem ég var að gera og gerði hluti sem ég vildi í rauninni ekki gera'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég er sérstaklega mótiveraður núna út af síðasta tímabili'
'Ég er sérstaklega mótiveraður núna út af síðasta tímabili'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Á seinni árum úti þá fór það að minnka og adrenalínið sem maður var vanur kom ekki'
'Á seinni árum úti þá fór það að minnka og adrenalínið sem maður var vanur kom ekki'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Vandinn getur alltaf komið upp aftur ef maður gerir ekkert í sínum málum og því tók ég það skref og leitaði mér aðstoðar.'
'Vandinn getur alltaf komið upp aftur ef maður gerir ekkert í sínum málum og því tók ég það skref og leitaði mér aðstoðar.'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Mér líður betur, er andlega sterkari til að takast á við erfiða hluti.'
'Mér líður betur, er andlega sterkari til að takast á við erfiða hluti.'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar var magnaður hjá Vålerenga og varð markakóngur í norsku deildinni.
Viðar var magnaður hjá Vålerenga og varð markakóngur í norsku deildinni.
Mynd/Kenneth Myhre - Kennethmyhre.net
Spilaði líka með Maccabi Tel Aviv, Malmö, Jiangsu Sainty, Rostov, Hammarby, Rubin Kazan, Yeni Yeni Malatyaspor, Atromitos og CSKA 1948 sem atvinnumaður.
Spilaði líka með Maccabi Tel Aviv, Malmö, Jiangsu Sainty, Rostov, Hammarby, Rubin Kazan, Yeni Yeni Malatyaspor, Atromitos og CSKA 1948 sem atvinnumaður.
Mynd/.
'Ég er mótiveraður að sýna að ég eigi nóg eftir miðað við 35 ára mann'
'Ég er mótiveraður að sýna að ég eigi nóg eftir miðað við 35 ára mann'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varð markakóngur í Ísrael 2016-17.
Varð markakóngur í Ísrael 2016-17.
Mynd/.
Viðar býr með kærustu sinni og nýfæddum syni á Selfossi.
Viðar býr með kærustu sinni og nýfæddum syni á Selfossi.
Mynd/Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
'En í okkar samtölum sýndi hann alltaf fagmennsku og ég hef ekkert út á hans hugarfar að setja eða neitt slíkt eftir fyrstu mánuðina'
'En í okkar samtölum sýndi hann alltaf fagmennsku og ég hef ekkert út á hans hugarfar að setja eða neitt slíkt eftir fyrstu mánuðina'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Maður lærir mikið af þessu. En ég gæti pirrað á mig því endalaust, ég mun örugglega svekkja mig meira seinna meir.'
'Maður lærir mikið af þessu. En ég gæti pirrað á mig því endalaust, ég mun örugglega svekkja mig meira seinna meir.'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glímdi við áfengis- og spilafíkn
„Í kringum og eftir Covid þá flytur fjölskyldan, kærastan og sonur minn, til Íslands. Ég var þá orðinn rúmlega þrítugur og allt í einu orðinn einn úti. Mér fannst lífið aðeins minna spennandi en áður og það þróast út í það að ég fór að gambla og drakk oftar og lengur en áður. Ég tapaði svolítið stjórninni á tilverunni, varð dofinn og gekk í gegnum andlega erfiðleika. Þetta jókst og síðustu tvö árin mín úti var ég ekki að haga mér eins og átti að gera, ég var ekki að lenda í agabönnum en ég var ekki að haga mér eins og atvinnumanni sæmi. Hlutirnir breytast hratt, maður fer úr því að verða heitasta stelpan á ballinu í það verða bara 'mellow'. Ég vissi að ég væri ekkert að fara neitt hærra, fjölskyldan farin, var þvílíkt einmana og byrja að drekka um helgar og gambla. Og það þróast áfram."

„Ég hef lesið um marga sem hafa lent í þessu, orðið háðir svefntöflum, verið einir. Ég var svolítið týndur. Ég held að ef fjölskyldan hefði verið með mér þá hefði fyrr verið ráðist á vandamálið. Ég var á þessum stað í tvö ár áður en ég kem svo til Íslands. Á þeim tíma tapaði ég verðmætum. Þetta hafði þung áhrif og ég fór til sálfræðinga."

„Ég flutti heim, tók minn kafla í skemmtanalífinu og flutti svo til Akureyrar og gekk til liðs við KA, staðráðinn í að spyrna mér af botninum. Þar byrjaði ég að vinna í mínum málum, eitt skref í einu. Ég minnkaði drykkjuna talsvert, drakk ekki í einhverja mánuði en svo missteig ég mig inn á milli, enda ætlaði ég mér bara svolítið að taka þetta á hnefanum."

„Það er frábært fólk í KA sem var alltaf tilbúið að hjálpa mér með allt. Það voru einhver 2-3 atvik framan af tímabilinu 2024 sem komu upp. Ég svaf yfir mig og eitthvað svoleiðis sem olli því að ég spilaði ekki næsta leik. En þeir stóðu alltaf með mér og gáfu mér alla umönnun sem þurfti. Í raun, eftir mitt tímabil 2024, stóð ég mig óaðfinnanlega utan vallar. Ég kynntist stelpu 2024 og ég vildi standa mig. Það var samt ekki fyrr en 2025 þar sem ég áttaði mig á því að ég myndi aldrei ná fullum bata ef ég myndi ekki fá utanaðkomandi aðstoð frá sérfræðingum."

„Margir halda að ég hafi verið í einhverri óreglu á síðasta ári fyrst ég var ekki að spila, en það var þannig að ég meiddist tvisvar á mjög leiðinlegum tímapunkti og náði ekki að koma mér aftur inn í liðið eftir það. Svo fór sem fór með það, eins og gengur og gerist í fótboltanum,"
segir Viðar.

Tók eftir breytingu á tímabilinu 2024
Fótbolti.net ræddi við Hallgrím Jónasson, þjálfara KA, um Viðar.

„Það er ekkert launungarmál að fyrst þegar Viðar kom þá var hann ekki í standi, það komu upp atvik og við ræddum saman. Viðar hefur alltaf verið mjög flottur í öllum þeim samtölum sem við höfum átt, hvort sem þau voru jákvæð þegar hann var að byrja leiki eða neikvæð þegar hann var á bekknum. Hann kom norður, kom sér í stand og byrjaði að spila vel. Hann spilaði sem dæmi frábærlega í bikarúrslitaleiknum og á mikinn þátt í velgengninni 2024. Á síðasta ári átti hann erfiðara með að komast í liðið."

„Hann sagði í viðtali í lok síðasta tímabils, sem var rétt hjá honum. að við vorum í veseni með jafnvægið í liðinu í byrjun, við vorum að halda boltanum vel en vorum ekki hættulegir og vorum ekki að fá stig. Þá þurfa þjálfarar stundum að gera breytingar og hann lenti í því að aðrir kæmu inn. Síðan fór að ganga betur og hann fékk mun minni spiltíma en hann vonaðist til. En í okkar samtölum sýndi hann alltaf fagmennsku og ég hef ekkert út á hans hugarfar að setja eða neitt slíkt eftir fyrstu mánuðina. Svo komst hann í stand. 2025 vorum við með of marga eldri leikmenn sem eru með sína kosti og sína galla. Við þurftum að fá inn meiri hlaupagetu og yngja fram á við. Þá fóru hlutirnir að virka hjá okkur,"
segir Hallgrímur.

Tókst þú eftir breytingu hjá Viðari um mitt mót 2024?

„100%. Þá líka komst hann í liðið hjá okkur og hentaði vel. Þá var mikil hlaupageta í kringum hann, Danni og Bjarni á miðjunni sem dæmi. Marcel kom inn í liðið í ár og hann sem dæmi er ekki með sömu hlaupagetu og Danni. Það munar um þessa hluti. Og svo fundum við jafnvægi. Kannski hefði ég getað tekið annan úr liðinu og haldið Viðari inni, en svona fór þetta, hlutirnir fóru að ganga betur og þá vill maður oft halda sig við það."

„Ástæðan fyrir því að við gáfum honum nýjan samning eftir 2024 var sú að við vorum ánægðir með hann og hann var að standa sig vel, bæði innan vallar og utan,"
segir Hallgrímur.

„Þú verður alltaf að vilja þetta sjálfur"
Fór í meðferð
Aftur að Viðari, hann tók lokaskrefið í því að leita sér aðstoðar í lok síðasta árs.

„Ég ætlaði alltaf að gera eitthvað í vandanum, en tafði það. Ég hef staðið mig virkilega frá miðju sumri 2024 en tók lokaskrefið á síðasta ári, fór á fundi síðasta sumar og í meðferð á Vogi eftir að tímanum á Akureyri lauk. Ég vildi læra almennilega af þessu, fór á fundi varðandi bæði spilafíknina, það gerist ekkert nema maður vinni í því. Vandinn getur alltaf komið upp aftur ef maður gerir ekkert í sínum málum og því tók ég það skref og leitaði mér aðstoðar. Og ég er mjög ánægður og sáttur með að hafa gert það. Þetta hefur hjálpað mér alveg gríðarlega mikið."

„Í fótboltasamfélaginu eru menn oft að leyfa sér eftir leiki og þegar maður er búinn búa til einhvern vana, eins og ég gerði síðustu árin úti, þá gerir þú hlutina öðruvísi en aðrir. Það voru kannski einhver örfá skipti þar sem maður hefur fengið sér eitthvað síðan þá, en ég fattaði svo að ég væri langbestu málunum ef ég myndi bara sleppa því alveg. Það var markmiðið með fundunum."

„Varðandi spilafíknina þá þróaðist hún með mér á seinni árum út af leiða og öðru. Svo byrjaði mér að líða illa í kringum þetta allt, þá varð gamblið að flóttaleið. Andlega var ég þungur, lífið úti er erfitt þegar það gengur ekki frábærlega, þetta getur verið upp og niður endalaust. Maður er alltaf í prófum, þú ert dæmdur hverja helgi, verður alltaf að standa þig. Þegar fjölskyldan var ekki lengur með mér þá átti ég í meiri erfiðleikum með þetta, eins og fleiri sem hafa farið í svona ævintýramennsku hafa talað um. Ég var á stöðum þar sem menningin var allt öðruvísi en maður var vanur,"
segir Viðar sem lék í Grikklandi og Búlgaríu síðustu ár atvinnumannaferilsins.

Verður alltaf að vilja þetta sjálfur
Hann fór í meðferð seinni hluta síðasta árs.

„Það er ekki spurning að meðferðin gerði mér mjög gott og ég held ótrauður áfram að vinna í sjálfum mér. Lífið er ekkert alltaf dans á rósum, það er stundum gott og stundum ekki. Mér finnst ég búa yfir gríðarlegri reynslu sem ég geti miðlað til þeirra sem lenda í svipaðri stöðu, þeirra sem fara einir út og svoleiðis. Það er fullt af hlutum sem þarf að hafa í huga. Auðvitað hafa margir farið út og allt hefur verið frábært, en það eru ansi margir sem hafa lent á slæmum stað. Þá er gríðarlega gott að grípa inn í hratt. Það var bara ekki gripið inn í nógu hratt í mínu tilviki. Þú verður alltaf að vilja þetta sjálfur."

„Ég reif mig upp hægt og bítandi um miðbik 2024, eignaðist barn fyrir stuttu síðan og ég hugsaði með mér að til að koma í veg fyrir að þetta komi upp einhvern tímann aftur, þá væri best að leita í allt sem manni býðst. Ég er gríðarlega þakklátur og sáttur með það."


Missti stjórnina
Viðar talaði um einmanaleika eftir að fjölskyldan flutti heim til Íslands, en hann var áfram úti. Hann var spurður nánar út í það.

„Ég drakk alveg bjór áður, liðið fór alveg stundum út á lífið saman eftir sigurleiki og svoleiðis. Ég var alveg stemningsmaður. En svo gat ég stoppað í nokkra mánuði, metnaðurinn var upp á tíu af því þú vildir ná enn lengra. En eftir að þau fara heim er maður svolítið andlega týndur, ég missti stjórn á því sem ég var að gera og gerði hluti sem ég vildi í rauninni ekki gera. Það hefði ekki verið vitlaust, eftir á litið, að koma heim á þessum tímapunkti í stað þess að klára þessi síðustu 2-3 ár úti. Hér hefði ég getað lifað eðlilegra lífi. Í mörgum löndum er atvinnumannalífið óhefðbundið líf og öðruvísi. Eitt leiðir að öðru og maður byrjar að gambla og drekka meira en maður ætti að gera. Ég fann það alveg á frammistöðunni - þó að þegar maður lagði á sig þá var maður með þetta ennþá - þá hafði þetta áhrif."

„Ég var meðvitaður um að það væri ekki allt í lagi, ég leitaði mér aðstoðar sálfræðinga. Ég var andlega þungur og var ekki líkur sjálfum mér."


Ætlar sér að enda ferilinn vel
Það er betra seint en aldrei og Viðar viðurkennir að það sé eftirsjá að hafa ekki fyrr tekið á sínum málum.

„Ég hugsa alveg til baka núna að ég hefði glaður vilja gera þetta 30-31 árs. Maður lærir mikið af þessu. En ég gæti pirrað á mig því endalaust, ég mun örugglega svekkja mig meira seinna meir. Núna er hugsunin að mér finnst nóg vera eftir í skrokknum og að ég eigi allavega 2-3 ár eftir. Þannig líður mér í líkamanum og hef verið heppinn með meiðsli. Núna hugsa ég meira um að reyna líta ekki of mikið í baksýnisspegilinn. Mér fannst ég afreka ansi marga sigra úti, síðustu tvö árin skipta ekki endilega öllu, og hugsunin núna er að enda ferilinn eins vel og hægt er. Ég þarf bara að lifa með því að hafa ekki gert þetta fyrr."

„Núna er hausinn vel skrúfaður á og mig langar að koma með alvöru endurkomu á völlinn og enda þetta á eins góðan hátt og hægt er. Ég myndi dauðsjá eftir því ef ég myndi ekki enda þetta á frábæran hátt."


Langbest að nýta öll hjálpartæki
Viðar talaði um að hann hafi sjálfur þurft að vilja vinna í vandananum. En var einhver sem hvatti hann áfram?

„Fjölskyldan hvatti mig mikið áfram, studdu mig í þessa átt."

„Í útlöndum, þegar það gengur vel, þá er oft svolítið mikill rokkstjörnulífstíll. Á seinni árum úti þá fór það að minnka og adrenalínið sem maður var vanur kom ekki. Á yngri árum úti þá gekk það vel að maður hefði ekki komist upp með að vera í einhverri óreglu. Seinni part ferilsins fór ég að gera hluti með sem ég hefði ekki átt að gera. Ég byrjaði aðeins fyrr að vinna í spilavandanum heldur en áfengisvandanum."

„Ég ætlaði að gera þetta allt sjálfur, gera þetta upp á tíu. Svo kom hugsunin upp að ef ég næði mér ekki í alla þá hjálp sem ég gæti, þá gæti eitthvað komið upp aftur. Til þess að koma í veg fyrir það og verða betri maður, þá fannst mér langbest að nýta mér alla þá aðstoð sem væri í boði. Ég held það hafi verið gríðarlega góð ákvörðun."


Einbeitingin á núið
Finnur þú mikinn mun á þér persónulega?

„Já, rosa mikinn. Það er svakalegur munur á mér núna miðað við hvernig þetta var fyrir 18 mánuðum síðan. Mér líður betur, er andlega sterkari til að takast á við erfiða hluti. Það var mikil eftirsjá út af lokaárunum úti, ég hefði getað gert betur, og það tekur smá tíma að halda áfram og einbeita sér að því næsta. Ég hefði getað átt lengri feril úti ef ég hefði gripið inn í, en ég gerði það ekki. Núna er einbeitingin á núið."

Heldur sér við efnið
Viðar hélt áfram:

„Punkturinn yfir i-ið var að fara í meðferðina. Ég fór á Vog og fannst frábært að hafa gert það. Ég stunda AA-fundi, hef farið á fundi vegna spilafíknarinnar og er reglulega hjá sálfræðingi. Svo taka við tólf sporin, þetta tengist allt. Ég er orðinn mjög meðvitaður um þetta allt saman, meðferðin var svolítið til að loka hringnum og nú held ég áfram á fundum 2-3 sinnum í viku. Það heldur manni við efnið."

Nóg eftir af lífinu
Hann er meðvitaður um að hann þarf að vera duglegur að minna sig á hvernig getur farið ef hann tekur hliðarspor.

„Ég hefði viljað gera þetta fyrr, það hefði komið í veg fyrir skaða, en ég er bara 35 ára og það er nóg eftir af lífinu. Það er betra seint en aldrei. Það hefðu örugglega einhverjir beðið lengur eftir því að taka skrefið og leita sér aðstoðar, þetta var bara minn tímapunktur. Mér datt aldrei í hug að ég myndi glíma við þennan vanda eftir að ég varð þrítugur og þurfti að fara mína leið. Ég horfi á þetta þannig að ég sé búinn með þennan kafla í lífinu, en er meðvitaður um að ég þarf að vera duglegur að minna mig á hvernig gæti farið ef ég er ekki með hausinn upp á tíu."

„Ég mæli eindregið með því að leita sér aðstoðar hjá fagmönnum."


Ákveðinn í að sýna að hann eigi nóg eftir
Viðar talar um að markmiðið sé að klára leikmannaferilinn eins vel og hægt er. Hann segist vera í góðu standi, en það vanti þó upp á leikformið.

„Ég æfði með Fylki aðeins fyrir áramót og er að æfa með Selfossi núna. Mér finnst ég í hörkustandi, það er langt síðan ég spilaði almennilega og vantar auðvitað upp á leikformið. Standið er gott, það eru engin meiðsli og ég er búinn að taka um 15-20 fótboltaæfingar. Mér finnst ég líta betur og betur út með hverri æfingunni. Ég er sérstaklega mótiveraður núna út af síðasta tímabili, mig langar að sýna mig, mér fannst þetta ekki rétt. Ég tognaði í -5 gráðum í lok janúar, mætti aftur í mars en tognaði svo aftur í annarri umferð. Ég náði ekki þessu flugi sem ég ætlaði mér að ná. Ég er mótiveraður að sýna að ég eigi nóg eftir miðað við 35 ára mann. Þannig er hugsunin núna og markmiðið er að vera kominn í eitthvað lið á næstu vikum," segir Viðar.

Eilífðar vinna
Tengir Viðar fíknirnar, spilafíknina og áfengisfíknina, saman?

„Þegar maður er hvað verstur í þessu þá tengist þetta saman og tekur mikinn tíma af hausnum á manni og gerir ekkert gott fyrir mann. Þeir sem vilja gera þetta og ráða við að halda þessu í hófi - það er gott og blessað. En svo kemur tímapunktur að maður fattar að maður ræður ekki við þetta og þá er bara spurning hvenær maður nær sér í aðstoð. Það er mismunandi."

„Þetta tvennt er samtvinnað. Ég hef verið duglegur við að vinna í báðu. Þetta blundar held ég í flestum, maður getur ekki stoppað í ár og orðið frábær. Þetta er eilífðar vinna sem maður er að takast á við, ég er ótrúlega jákvæður og það gefur mér mikla hugarró að vera vinna í þessu,"
segir Viðar.

En hvernig er að opna sig með þetta og segja frá opinberlega?

„Það er ekki auðvelt, en mér líður vel með það, fannst ég þurfa þess. Það getur vel verið að einhverjir opni sig í kjölfarið, því það geta allir lent í veseni," segir Viðar að lokum.
Athugasemdir
banner