Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
banner
   fös 16. janúar 2026 12:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Blikar gera breytingar á bakvið tjöldin - Eyjó orðinn yfirmaður fótboltamála (Staðfest)
Eyjólfur Héðinsson er orðinn yfirmaður fótboltamála.
Eyjólfur Héðinsson er orðinn yfirmaður fótboltamála.
Mynd: Breiðablik
Eyjólfur Héðinsson hefur tekið við nýju hlutverki hjá Breiðabliki, en hann fær titilinn yfirmaður fótboltamála hjá félaginu. Hann hefur verið í starfi sem deildarstjóri meistaraflokka félagsins síðustu misseri og verið starfsmaður Breiðabliks frá árinu 2022. Hlutverk hans stækkar eftir að Alfreð Finnbogason, tæknilegur ráðgjafi fótboltadeildarinnar, sagði skilið við félagið.

Eyjólfur ber ábyrgð á faglegu starfi deildarinnar, og leiðir fótboltalegar áherslur og stefnumörkun. Hann býr yfir mikilli reynslu, er fyrrum atvinnumaður og hefur unnið styrktarþjálfari og aðstoðarþjálfari. Hann lék á sínum tíma fimm A-landsleiki.

Breiðablik tilkynnti í dag um breytingar á skipulagi og skipuriti fótboltadeildarinnar.

„Markmið breytinganna er að einfalda og skýra skipulag, boðleiðir og stjórnun. Með þessum breytingum, sem samþykktar voru af stjórn í byrjun desember, verður lögð enn frekari áhersla á faglegt starf deildarinnar, allt frá yngstu flokkunum og upp í meistaraflokka félagsins, og skýra framtíðarsýn," segir í tilkynningunni.

Staða deildarstjóra meistaraflokka og barna- og unglingastarf sameinast í rekstrarstjóra deildarinnar. Rekstrarstjóri fótboltadeildarinnar verður Ísleifur Gissurarson. Hann ber ábyrgð á daglegum rekstri deildarinnar. Ísleifur hefur starfað á skrifstofu Breiðabliks sem deildarstjóri barna- og unglingastarfs frá árinu 2021.

„Eyjólfur og Ísleifur eiga sinn þátt í árangri og uppbyggingu deildarinnar á undangengum árum, með þessum breytingum mun starf knattspyrnudeildar Breiðabliks eflast og styrkjast til framtíðar," segir í tilkynningunni.
Athugasemdir
banner