Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
   mið 14. janúar 2026 14:15
Enski boltinn
Eiga þessir þrír að vera efstir á blaði hjá Man Utd?
Luis Enrique.
Luis Enrique.
Mynd: EPA
Tuchel er þjálfari enska landsliðsins.
Tuchel er þjálfari enska landsliðsins.
Mynd: EPA
Michael Carrick var í gær ráðinn stjóri Manchester United út tímabilið. Í framhaldinu verður fróðlegt að sjá hver tekur við liðinu til frambúðar. Mögulega verður það Carrick, en það er talsvert líklegra að það verði einhver annar.

„Ég vil fá reynslu og ég vil fá nafn. Ég vil ekki fá einhvern úr portúgölsku deildinni og engan Hollending," sagði Siggi Hlö í Enski boltinn hlaðvarpinu á dögunum er hann var spurður út í það hvað hann vildi sjá í næsta stjóra United.

Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, sem stýrði þættinum, nefndi þá þrjá draumakosti fyrir sumarið.

„Ég er með þrjá kosti fyrir sumarið. Luis Enrique ef hann hættir með PSG er efstur á blaði. Svo ertu með Julian Nagelsmann og Thomas Tuchel."

Nagelsmann og Tuchel eru báðir að þjálfa á HM næsta sumar, Nagelsmann er með þýska landsliðið og Tuchel er með enska landsliðið.

„Enrique verður heitasta stelpan á ballinu fyrir félög eins og United og Liverpool. Svo er spurning með City," sagði Magnús Haukur Harðarson.

Hægt er að hlusta á allan þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan.
Enski boltinn - Hver á að endurlífga Man Utd?
Athugasemdir
banner
banner
banner