Heimild: Dr. Football
Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football var opnað á umræðu um hvaða Íslendingar sem spila erlendis þyrftu að færa sig um set. Nöfn þeirra Danijels Dejan Djuric, Loga Hrafns Róbertssonar (báðir hjá Istra) og Jóns Dags Þorsteinssonar (Hertha Berlin) voru nefnd áður en gestur þáttarins, goðsögnin Eiður Smári Guðjohnsen, tók til máls.
„Ég á nú einn sem þarf að færa sig líka, Sveinn Aron þarf að koma sér í burtu frá Sarpsborg," sagði Eiður Smári í þættinum. Eiður Smári er faðir Sveins Arons.
„Ég á nú einn sem þarf að færa sig líka, Sveinn Aron þarf að koma sér í burtu frá Sarpsborg," sagði Eiður Smári í þættinum. Eiður Smári er faðir Sveins Arons.
„Ágætis tímabil hjá félaginu, töpuðu samt úrslitaleik bikarsins á móti Lilleström, sigldu lygnan sjó í deildinni. Það er magnað hvað hann hefur fengið lítið af spiltíma."
„Norðmenn skilja bara ekki okkar húmor," sagði Eiður Smári.
Sveinn Aron er 27 ára framherji sem gekk í raðir Sarpsborg í ágúst 2024 frá Hansa Rostock. Hann hefur skorað átta mörk í 31 leik í öllum keppnum með Sarpsborg.
Á liðnu tímabli skoraði hann þrjú mörk í tveimur byrjunarliðsleikjum. Alls kom hann 17 sinnum inn á sem varamaður og samkvæmt FotMob spilaði hann einungis 385 mínútur í deildinni. Hann var utan hóps í síðustu þremur leikjum tímabilsins, þar á meðal í úrsltialeiknum gegn Lilleström í bikarnum.
Sveinn Aron á að baki nítján A-landsleiki og tvö landsliðsmörk. Nítjánda landsleikinn spilaði hann fyrir þremur árum síðan.
Athugasemdir



