Eins og fram kom á Fótbolta.net í dag fundaði Guðmundur Þórarinsson með FH í gær. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur hann einnig fundað með ÍA.
Guðmundur er á heimleið eftir að hann rifti samningi sínum við armenska félagið FC Noah. Hann á tólf ára atvinnumannaferil að baki.
Guðmundur er á heimleið eftir að hann rifti samningi sínum við armenska félagið FC Noah. Hann á tólf ára atvinnumannaferil að baki.
Fótbolti.net setti saman lista af mögulegum áfangastöðum Guðmundar og ÍA var á listanum. Þar kom fram að Skagamenn væru í leit að varnarsinnuðum miðjumanni. Guðmundur getur einnig spilað sem vinstri bakvörður.
Hann er 33 ára gamall Selfyssingur. Hann spilaði með ÍBV áður en hann hélt út í atvinnumennsku árið 2013. Hann hefur spilað 115 leiki hér á landi og skorað 8 mörk. Þá hefur hann spilað 15 A-landsleiki.
Athugasemdir


