Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
   fim 15. janúar 2026 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guðrún aftur til Svíþjóðar (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Hammarby
Landsliðskonan Guðrún Arnardóttir er búin að finna sér nýtt félag eftir að hafa rengið samningi sínum rift hjá Braga í lok síðasta árs.

Guðrún skrifar undir samning við Hammarby í Svíþjóð. Hún þekkir mjög til í Svíþjóð en hún fór til Djurgården frá Breiðabliki fyrir tímabilið 2019, var þar fyrstu árin í Svíþjóð áður en hún fór til Rosengård þar sem hún varð sænskur meistari í þrígang. Síðasta sumar fór hún svo til Portúgals.

Guðrún er þrítug og semur út tímabilið 2027. Hammarby endaði í 2. sæti deildarinnar á síðasta tímabili og vann bikarinn.

Skagamaðurinn Arnór Smárason er yfirmaður fótboltamála hjá kvennaliði Hammarby.

„Við erum að fá landsliðskonu sem kemur með reynslu og þekkingu inn í hópinn. Leiðtoga með jákvætt viðhorf, sem hefur reynslu af Damallsvenskan og því að vinna titla. Guðrún er áhugasöm og tilbúin að koma inn og leggja sitt af mörkum til Hammarby," segir Arnór.



Athugasemdir
banner
banner
banner