Juventus hefur áhuga á að fá argentínska varnarmanninn Marcos Senesi á frjálsri sölu frá Bournemouth eftir tímabilið.
Juventus er að ræða við umboðsmenn Senesi en samningur hans við enska félagið rennur út næsta sumar.
Juventus er að ræða við umboðsmenn Senesi en samningur hans við enska félagið rennur út næsta sumar.
Senesi er reglulega byrjunarliðsmaður hjá Bournemouth og hefur spilað 22 leiki í öllum keppnum á tímabilinu, þar af 20 í ensku úrvalsdeildinni.
Senesi er 28 ára og hefur verið hjá Bournemouth síðan 2022, þegar hann kom frá Feyenoord. Hann hefur leikið þrjá landsleiki fyrir Argentínu.
Athugasemdir

