KSÍ opinberaði í vikunni drög að niðurröðun Lengjudeildar karla. Gert er ráð fyrir að deildin hefjist laugardaginn 25. apríl og ljúki laugardaginn 19. september með úrslitaleik umspilsins. 22. umferð deildarinnar verður spiluð laugardaginn 5. september og í kjölfarið hefst umspilið.
Það er að byggjast upp talsverð spenna fyrir Lengjudeildinni og mörg lið sem talið er að ætli sér upp úr deildinni.
Á síðasta tímabili hófst deildin viku seinna, 2. maí, og lauk viku síðar, 27. september.
Drög að niðurröðun leikja í Lengjudeildinni
Það er að byggjast upp talsverð spenna fyrir Lengjudeildinni og mörg lið sem talið er að ætli sér upp úr deildinni.
Á síðasta tímabili hófst deildin viku seinna, 2. maí, og lauk viku síðar, 27. september.
Drög að niðurröðun leikja í Lengjudeildinni
1. umferð Lengjudeildarinnar 2026 - 25. apríl
14:00 Fylkir - Ægir (tekk VÖLLURINN)
14:00 Vestri - Grindavík (Kerecisvöllurinn)
14:00 Þróttur R. - Njarðvík (AVIS völlurinn)
14:00 Afturelding - ÍR (Malbikstöðin að Varmá)
16:00 Völsungur - Leiknir R. (GPG völlurinn Húsavík)
16:00 HK - Grótta (Kórinn)
Athugasemdir



