Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
banner
   fös 16. janúar 2026 20:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bournemouth nær samkomulagi við Ferencvaros
Mynd: EPA
Bournemouth hefur náð samkomulagi við Ferencvaros um kaup á miðjumanninum Alex Toth. Kaupverðið er talið vera um 12 milljónir evra.

Þessi tvítugi Ungverji mun ferðast til Englands á næstu dögum og gangast undir læknisskoðun. Hann hefur samþykkt fimm og hálfs árs samning.

Robbie Keane, fyrrum leikmaður í úrvalsdeildinni, er stjóri Ferencvaros en hann hefur átt stóran þátt í framförum Toth síðasta árið.

Toth er uppalinn hjá Ferencvaros en hann hefur spilað 60 leiki og skorað fjögur mörk fyrir aðalliðið. Hann spilaði sinn fyrsta landsleik í mars í fyrra en þeir eru orðnir níu talsins.

Athugasemdir
banner
banner
banner