Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
   fös 16. janúar 2026 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Einar Örn framlengir við Fjölni
Mynd: Fjölnir
Einar Örn Harðarson er búinn að framlengja samning sinn við Fjölni til tveggja ára.

Einar Örn er uppalinn hjá FH og gekk til liðs við Fjölni í annað sinn á ferlinum í fyrra, eftir að hafa verið lánaður í Grafarvoginn hluta sumars 2019.

Einar spilaði 17 leiki er Fjölnir féll úr Lengjudeildinni í fyrra eftir að hafa komið til félagsins frá Þrótti Vogum.

Hann ætlar því að taka slaginn með Fjölni í 2. deild næsta sumar.

„Það er virkilega ánægjulegt að Einar Örn hafi skrifað undir nýjan samning, hann er einn af leiðtogum liðsins. Hann kemur inn í liðið með áræðni, reynslu og mikla yfirvegun sem á eftir að nýtast okkur vel á komandi tímabili," sagði Gunnar Már Guðmundsson, þjálfari Fjölnis, við undirskriftina.
Athugasemdir