Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
   fim 15. janúar 2026 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Liverpool mun ekki skoða markaðinn eftir meiðsli Bradley
Mynd: EPA
Meiðsli Conor Bradley munu ekki hafa áhrif á áætlanir Liverpool í janúarglugganum en félagið ætlar ekki að fá inn hægri bakvörð.

Jeremie Frimpong og Joe Gomez eru augljósir kostir fyrir Arne Slot í stöðuna en miðjumennirnir Dominik Szoboszlai og Curtis Jones hafa einnig þurft að spila hana.

Liverpool mun ekki leyfa Calvin Ramsey að yfirgefa félagið á láni til að hafa meiri breidd í stöðunni.

Félagið mun hins vegar alltaf vera með augun opin fyrir topp leikmönnum. Liverpool er eitt af þeim félögum sem er í kapphlaupinu um Marc Guehi, varnarmann Crystal Palace.
Athugasemdir
banner
banner
banner