Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
   fös 16. janúar 2026 22:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Championship: Dramatik í sigri Middlesbrough
Morgan Whittaker
Morgan Whittaker
Mynd: Middlesbrough FC
West Brom 2 - 3 Middlesbrough
0-1 Charlie Taylor ('42 , sjálfsmark)
0-2 Sam Silvera ('58 )
1-2 Isaac Price ('75 )
2-2 Jed Wallace ('80 )
2-3 Delano Burgzorg ('90 )

Middlesbrough vann dramatískan sigur á West Bromwich Albion í Championship deildinni á Englandi í kvöld.

Middlesbrough komst yfir undir lok fyrri hálfleiksins þegar Charlie Taylor varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Seinni hálfleikurinn byrjaði rólega en Sam Silvera bætti öðru markinu við eftir tæplega klukkutíma leik þegar hann skoraði með skoti fyrir utan teiginn eftir sendingu frá Morgan Whittaker.

West Brom gafst ekki upp og náði að jafna metin með tveimur mörkum á fimm mínútna kafla. Middlesbrough átti hins vegar síðasta orðið þar sem Delano Burgzorg skoraði á lokamínútu venjulegs leiktíma.

Middlesbrough hefur unnið tvo deildarleiki í röð en þar á undan fékk liðið aðeins eitt stig úr fjórum leikjum. Liðið er í 2. sæti með 49 stig, þremur stigum á eftir Coventry. WBA hefur aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum sínum og situr í 18. sæti með 31 stig.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 26 15 7 4 57 29 +28 52
2 Middlesbrough 27 14 7 6 40 28 +12 49
3 Ipswich Town 25 12 8 5 42 24 +18 44
4 Preston NE 26 11 10 5 36 25 +11 43
5 Millwall 26 12 7 7 29 33 -4 43
6 Watford 25 11 8 6 37 29 +8 41
7 Hull City 25 12 5 8 40 38 +2 41
8 Stoke City 26 12 4 10 32 23 +9 40
9 Wrexham 26 10 10 6 38 32 +6 40
10 Bristol City 26 11 6 9 38 29 +9 39
11 QPR 26 11 5 10 38 39 -1 38
12 Leicester 26 10 7 9 37 38 -1 37
13 Derby County 26 9 8 9 35 35 0 35
14 Birmingham 26 9 7 10 35 36 -1 34
15 Southampton 26 8 9 9 38 38 0 33
16 Sheffield Utd 25 10 2 13 36 38 -2 32
17 Swansea 26 9 5 12 27 33 -6 32
18 West Brom 27 9 4 14 31 38 -7 31
19 Charlton Athletic 25 7 8 10 25 32 -7 29
20 Blackburn 25 7 7 11 24 30 -6 28
21 Portsmouth 24 6 7 11 21 35 -14 25
22 Norwich 26 6 6 14 28 39 -11 24
23 Oxford United 25 5 7 13 25 35 -10 22
24 Sheff Wed 25 1 8 16 18 51 -33 -7
Athugasemdir
banner
banner