Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
   mið 14. janúar 2026 19:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Þriðja jafntefli Napoli í röð
Mynd: EPA
Napoli 0 - 0 Parma

Napoli gerði þriðja jafnteflið í röð í ítölsku deildinni þegar liðið fékk Parma í heimsókn. Antonio Conte var ekki á hliðarlínunni í kvöld þar sem hann fékk rautt spjald í 2-2 jafntefli gegn Inter í síðustu umferð.

Napoli var með öll völd á vellinum en gekk ill að koma boltanum í netið.

Það tókst þó einu sinni þegar Scott McTominay kom boltanum í netið. Markið var hins vegar dæmt af þar sem Pasquale Mazzocchi var dæmdur rangstæður í aðdragandanum en það munaði mjög litlu.

Napoli er í 3. sæti með 40 stig eftir 20 umferðir. Liðið er með jafn mörg stig og Milan og þremur stigum á eftir toppliði Inter. Parma er í 14. sæti með 22 stig.

Ítalski boltinn er á Livey en hægt er að tryggja sér áskrift með því að smella á tengilinn

Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 20 14 2 4 42 17 +25 44
2 Milan 19 11 7 1 30 15 +15 40
3 Napoli 20 12 4 4 30 17 +13 40
4 Juventus 20 11 6 3 32 16 +16 39
5 Roma 20 13 0 7 24 12 +12 39
6 Como 19 9 7 3 27 13 +14 34
7 Atalanta 20 8 7 5 25 19 +6 31
8 Lazio 20 7 7 6 21 16 +5 28
9 Bologna 19 7 6 6 26 20 +6 27
10 Udinese 20 7 5 8 22 32 -10 26
11 Sassuolo 20 6 5 9 23 27 -4 23
12 Torino 20 6 5 9 21 32 -11 23
13 Cremonese 20 5 7 8 20 28 -8 22
14 Parma 20 5 7 8 14 22 -8 22
15 Genoa 20 4 7 9 22 29 -7 19
16 Cagliari 20 4 7 9 21 30 -9 19
17 Lecce 20 4 6 10 13 27 -14 18
18 Fiorentina 20 2 8 10 21 31 -10 14
19 Pisa 20 1 10 9 15 30 -15 13
20 Verona 19 2 7 10 15 31 -16 13
Athugasemdir
banner
banner