Brasilíski kantmaðurinn Raphinha hefur verið meðal allra bestu leikmanna heims undanfarin ár.
Hann er lykilmaður í feykilega sterku liði Spánarmeistara Barcelona sem leikur undir stjórn Þjóðverjans Hansi Flick.
Raphinha er mjög hrifinn af Flick og segir að hann væri ekki hjá félaginu ef ekki útaf þjálfaranum.
„Ég gagnrýni sjálfan mig mjög harðlega og eftir fyrstu árin hérna fann ég fyrir mjög mikilli pressu. Ég var næstum því farinn frá félaginu," segir Raphinha.
„Ég hefði farið frá félaginu ef Hansi Flick hefði ekki komið, hann breytti öllu fyrir mig. Um leið og hann kom þá sagði hann við mig að ég væri mikilvægur partur af áformum hans. Hann sýndi með traust og það var nákvæmlega það sem ég þurfti og mér finnst ég hafa endurgoldið það."
Raphinha kom með beinum hætti að 60 mörkum í 57 leikjum á síðustu leiktíð, sem var fyrsta tímabilið hans Flick við stjórnvölinn.
Hann hefur komið að 15 mörkum í 17 leikjum á yfirstandandi tímabili þrátt fyrir meiðslavandræði sem héldu honum frá keppni í einn og hálfan mánuð.
Athugasemdir



