Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
   fim 15. janúar 2026 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heitinga nýr aðstoðarþjálfari Tottenham (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Tottenham er búið að staðfesta ráðningu á John Heitinga sem nýjum aðstoðarþjálfara fyrir Thomas Frank.

Heitinga er 42 ára gamall Hollendingur sem starfaði síðast sem aðalþjálfari hjá hollenska stórveldinu Ajax.

Heitinga var rekinn frá Ajax í nóvember og hafði því verið án starfs í rúma tvo mánuði.

Hann hóf þjálfaraferilinn með unglingaliði Ajax og gerði flotta hluti sem bráðabirgðaþjálfari aðalliðsins seinni hluta tímabils 2022-23.

Eftir það var hann ráðinn í þjálfarateymi David Moyes hjá West Ham fyrir tímabilið 2023-24, áður en hann starfaði sem aðstoðarþjálfari Arne Slot hjá Liverpool á síðustu leiktíð.

Heitinga stýrði Liverpool í 2-0 sigri gegn Newcastle í fyrra þegar Slot og Sipke Hulshoff aðstoðarþjálfari voru í banni. Liverpool varð Englandsmeistari og var Heitinga í kjölfarið ráðinn sem aðalþjálfari hjá Ajax, en entist ekki lengi.


Athugasemdir