Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
banner
   fös 16. janúar 2026 08:30
Elvar Geir Magnússon
Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við liðið
Powerade
Manchester United vill Baleba.
Manchester United vill Baleba.
Mynd: EPA
Murillo á Old Trafford?
Murillo á Old Trafford?
Mynd: EPA
Villa vill Abraham.
Villa vill Abraham.
Mynd: EPA
Ross Barkley.
Ross Barkley.
Mynd: EPA
Það er gósentíð í slúðrinu enda janúarglugginn galopinn. Manchester United er mjög áberandi í pakkanum í dag. Slúðurpakkinn er unninn upp úr samantektum BBC og Daily Mail á því helsta sem er í umræðunni.

Manchester United er mjög bjartsýnt á að félagið nái að landa kamerúnska miðjumanninum Carlos Baleba (22) frá Brighton næsta sumar. (Sun)

Inter, Napoli og Fiorentina gætu öll reynt að fá varnarmanninn Harry Maguire (32) frá Manchester United í janúarglugganum. (Tuttomercato)

Brasilíski miðvörðurinn Murillo (23) hjá Nottingham Forest er á blaði hjá United yfir leikmenn sem gætu fyllt skarð Maguire til lengri tíma. (Daily Mail)

Wayne Rooney segir að Michael Carrick, hans gamli liðsfélagi, sé rétti maðurinn til að rétta skútuna við hjá Manchester United á þessum tímapunkti. Carrick er tekinn við United og stýrir liðinu út tímabilið. (BBC)

Carrick hefur áhuga á að fá enska miðjumanninn Hayden Hackney (23) til United frá Middlesbrough. Tottenham hefur einnig áhuga á leikmanninum. (Teamtalk)

Aston Villa vill fá enska sóknarmanninn Tammy Abraham (28) frá Roma en hann er hjá tyrkneska félaginu Besiktas á láni. Abraham var á láni hjá Villa tímabilið 2018-19 en nú vill félagið fá hann alfarið. (Times)

Chelsea skoðar að fá inn miðvörð í þessum glugga og hefur horft til Jeremy Jacquet (20) hjá Rennes og Jacobo Ramon (21) hjá Como. (Daily Mail)

Marcos Senesi (28), argentínski varnarmaðurinn hjá Bournemouth, er einnig á blaði hjá Chelsea. (Talksport)

Juventus hefur sent fyrirspurn til Crystal Palace varðandi franska sóknarmanninn Jean-Philippe Mateta (28). Juve leitar að manni til að leysa af Dusan Vlahovic (25). (Sky Sports)

Valencia hefur sett sig í samband við Brentford og spurt út í hvort nígeríski miðjumaðurinn Frank Onyeka (28) sé falur. (Sky Sports)

West Ham mun missa af Charlie Cresswell (23), varnarmanni Toulouse, eftir að Wolfsburg lagði fram 16 milljóna punda tilboð í Englendinginn. (Athletic)

Nottingham Forest er að vinna í því að fá ítalska miðjumanninn Davide Frattesi (26) frá Inter. (Tuttomercato)

Enski miðjumaðurinn Kobbie Mainoo (20) gæti reynt að komast frá Manchester United á láni ef staða hans lagast ekki í þessum mánuði. Napoli vill fá hann. (Star)

Crystal Palace, Brighton, Celtic og Norwich eru öll að reyna að fá írska varnarmanninn Vinnie Leonard (17) frá Dundalk. (Football Insider)

Aston Villa gæti reynt að fá spænska miðjumanninn Dani Ceballos (29) eftir að hafa misst af Conor Gallagher sem fór til Tottenham. (Talksport)

Tottenham er að skoða möguleika á því að selja argentínska sóknarmanninn Alejo Veliz (22) sem er á láni hjá Rosario Central og er enska félagið í viðræðum við brasilíska félagið Bahia. (Athletic)

Galatasaray, Napoli, Juventus og félög í Sádi-Arabíu horfa til portúgalska miðjumannsins Bernardo Silva (32) sem verður samningslaus hjá Manchester City næsta sumar. (Caught Offside)

Úlfarnir og fleiri úrvalsdeildarfélög eru að reyna að fá sóknarmanninn Kai Hutchinson (15) hjá Dundee United og miðjumanninn Cooper Masson (17) hjá Aberdeen. (Teamtalk)

Sheffield United hefur áhuga á enska miðjumanninum Ross Barkley (32) sem er ekki að fá mikinn spiltíma hjá Aston Villa. (Football Insider)

Everton, Celtic og félög í Sádi-Arabíu hafa sýnt Callum Wilson (33) áhuga en hann er að vinna í að rifta samningi við West Ham. (Daily Mail)

Viðræður Bournemouth við Vasco da Gama um sóknarmanninn Rayan (19) eru að þróast í rétta átt. Hann er metinn á um 30 milljónir punda. (Daily Mail)

Miðjumaðurinn Marshall Munetsi (29) hjá Wolves er búinn í læknisskoðun hjá Paris FC en hann fer til franska félagsins á láni. (Daily Mail)
Athugasemdir
banner