Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
banner
   fim 15. janúar 2026 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Richarlison gæti snúið aftur í mars
Mynd: EPA
Brasilíski framherjinn Richarlison verður frá keppni næstu vikurnar eftir að hafa farið meiddur af velli í tapi Tottenham gegn Aston Villa í enska bikarnum um síðustu helgi.

Richarlison fór af velli eftir hálftíma og nú er komið í ljós að hann verður fjarri góðu gamni í allt að sjö vikur. Hann er að glíma við meiðsli í nára.

Þetta er högg fyrir Thomas Frank og lærlinga hans í Tottenham þar sem Richarlison er markahæsti maður liðsins á vonbrigðatímabili hingað til, með 7 mörk í 21 úrvalsdeildarleik.

Næsti leikur Tottenham er nágrannaslagur gegn West Ham á laugardaginn en liðið er aðeins búið að vinna einn leik af síðustu sjö í öllum keppnum. Liðið er dottið úr leik í enska bikarnum og situr í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Félagið var að kaupa Conor Gallagher úr röðum Atlético Madrid og gæti hann verið með strax um helgina. Þá eru Destiny Udogie og Dominic Solanke komnir úr meiðslum.

Mohammed Kudus, James Maddison, Rodrigo Bentancur og Dejan Kulusevski eru fjarverandi vegna meiðsla.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 21 15 4 2 40 14 +26 49
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 21 10 5 6 32 28 +4 35
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner