Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
   fös 16. janúar 2026 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eftirsótt af félögum í Bestu deildinni
Kvenaboltinn
María Dögg.
María Dögg.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
María Dögg Jóhannesdóttir er samkvæmt heimildum Fótbolta.net eftirsótt af félögum í Bestu deildinni. Hún er uppalin hjá Tindastóli og lék alla 21 leikina með liðinu á liðnu tímabili og skoraði þrjú mörk.

Tindastóll féll úr Bestu deildinni síðasta haust, Maríu stendur til boða að vera áfram á Króknum en er líka með tilboð úr Bestu deildinni.

Hún skoraði í leik með Þór/KA í Kjarnafæðimótinu og Þór/KA er eitt af félögunum sem vill fá hana í sínar raðir. Samkvæmt heimildum eru Fram og Grindavík/Njarðvík einnig áhugasöm.

María Dögg er fædd árið 2001, húner sóknarsinnaður leikmaður sem hefur skorað 28 mörk í 226 KSÍ leikjum.
Athugasemdir
banner
banner