Óðinn Svan Óðinsson gerði sér lítið fyrir og var með einn réttan þegar hann spáði í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Arnar Daði Arnarsson, Sérfræðingurinn eða einfaldlega Séffinn, spáir í leikina að þessu sinni. Gerir hann betur? Arnar Daði og félagar á Handkastinu eru mættir til Svíþjóðar að fylgjast með íslenska landsliðinu á EM í handbolta.
Arnar Daði Arnarsson, Sérfræðingurinn eða einfaldlega Séffinn, spáir í leikina að þessu sinni. Gerir hann betur? Arnar Daði og félagar á Handkastinu eru mættir til Svíþjóðar að fylgjast með íslenska landsliðinu á EM í handbolta.
Man Utd 0 - 3 Man City (12:30 á morgun)
Gulli Gull tekur sér smá frí frá EM í Þjóðaríþróttinni og fagnar þægilegum sigri á nágrönnunum. Ponzan lætur ekki plata sig og sleppir því að horfa á þennan leik.
Chelsea 2 - 2 Brentford (15:00 á morgun)
Vandræði Chelsea halda áfram. Komast tvívegis yfir í leiknum en það dugar ekki til.
Leeds 2 - 2 Fulham (15:00 á morgun)
Talandi um vandræði og leit af sigri. Minir menn í Leeds eru í vandræðum að klára leiki og að halda hreinu reynist þeim erfitt. Enn eitt jafnteflið staðreynd.
Liverpool 3 - 1 Burnley (15:00 á morgun)
Þetta verður þægilegt á Anfield. Komast í 3-0 í fyrri hálfleik. Fyrsti sigurinn i deildinni á þessu almanaksári kemur um helgina hjá Liverpool.
Sunderland 1 - 1 Crystal Palace (15:00 á morgun)
Bæði lið mæta ísköld í þennan leik og það verður kalt. Þetta verður ekki fallegur fótbolti en liðin skipta stigunum á milli sín.
Tottenham 2 - 3 West Ham (15:00 á morgun)
Eru öll lið ísköld í þessari deild? Hörmungar tími Tottenham heldur áfram. Á erfitt með að spá West Ham sigri en þeir slysast til að vinna þennan leik.
Nottingham Forest 0 - 3 Arsenal (17:30 á morgun)
Sannfærandi. Næsta mál takk.
Wolves 1 - 2 Newcastle (14:00 á sunnudag)
Newcastle hafa einungis sótt tvo sigra á útivelli á tímabilinu en sá þriðji kemur um helgina. Torsótt.
Aston Villa 2 - 0 Everton (16:30 á sunnudag)
Það er öllum drullusama. Ísland - Pólland á sama tíma. 80% uppsafnað áhorf á þann leik og það verða einungis starfsmenn Sýnar og Villi í Steve dagskrá sem horfa á þennan leik.
Brighton 0 - 0 Bournemouth (20:00 á mánudag)
Jafntefli. Steindautt.
Fyrri spámenn:
Páll Sævar (7 réttir)
Hinrik Harðarson (6 réttir)
Arnar Laufdal (6 réttir)
Óskar Borgþórs (6 réttir)
Sævar Atli (6 réttir)
Ísak Bergmann (6 réttir)
Brynjar Atli (5 réttir)
Sandra Erlingsdóttir (5 réttir)
Björn Bragi (5 réttir)
Hjammi (5 réttir)
Martin Hermanns (5 réttir)
Ásgeir Frank (4 réttir)
Viktor Bjarki (4 réttir)
Nablinn (4 réttir)
Helgi Guðjónsson (4 réttir)
Thelma Karen (4 réttir)
Tumi Þorvars (4 réttir)
Gummi Ben (4 réttir)
Siggi Höskulds (3 réttir)
Valgeir Valgeirs (2 réttir)
Óðinn Svan (1 réttur)
Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í deildinni.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 21 | 15 | 4 | 2 | 40 | 14 | +26 | 49 |
| 2 | Man City | 21 | 13 | 4 | 4 | 45 | 19 | +26 | 43 |
| 3 | Aston Villa | 21 | 13 | 4 | 4 | 33 | 24 | +9 | 43 |
| 4 | Liverpool | 21 | 10 | 5 | 6 | 32 | 28 | +4 | 35 |
| 5 | Brentford | 21 | 10 | 3 | 8 | 35 | 28 | +7 | 33 |
| 6 | Newcastle | 21 | 9 | 5 | 7 | 32 | 27 | +5 | 32 |
| 7 | Man Utd | 21 | 8 | 8 | 5 | 36 | 32 | +4 | 32 |
| 8 | Chelsea | 21 | 8 | 7 | 6 | 34 | 24 | +10 | 31 |
| 9 | Fulham | 21 | 9 | 4 | 8 | 30 | 30 | 0 | 31 |
| 10 | Sunderland | 21 | 7 | 9 | 5 | 21 | 22 | -1 | 30 |
| 11 | Brighton | 21 | 7 | 8 | 6 | 31 | 28 | +3 | 29 |
| 12 | Everton | 21 | 8 | 5 | 8 | 23 | 25 | -2 | 29 |
| 13 | Crystal Palace | 21 | 7 | 7 | 7 | 22 | 23 | -1 | 28 |
| 14 | Tottenham | 21 | 7 | 6 | 8 | 30 | 27 | +3 | 27 |
| 15 | Bournemouth | 21 | 6 | 8 | 7 | 34 | 40 | -6 | 26 |
| 16 | Leeds | 21 | 5 | 7 | 9 | 29 | 37 | -8 | 22 |
| 17 | Nott. Forest | 21 | 6 | 3 | 12 | 21 | 34 | -13 | 21 |
| 18 | West Ham | 21 | 3 | 5 | 13 | 22 | 43 | -21 | 14 |
| 19 | Burnley | 21 | 3 | 4 | 14 | 22 | 41 | -19 | 13 |
| 20 | Wolves | 21 | 1 | 4 | 16 | 15 | 41 | -26 | 7 |
Athugasemdir


