Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
   mið 14. janúar 2026 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Íslands- og bikarmeistararnir fá bandarískan miðjumann (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Breiðablik
Íslands- og bikarmeistarar Breiðabliks hafa samið við bandaríska miðjumanninn Katelyn Duong.

Hún á 9 landsleiki að baki fyrir hönd U20 landslið Bandaríkjanna.

Fréttatilkynning Breiðabliks
Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur komist að samkomulagi við bandaríska miðjumanninn Katelyn Duong, um að hún leiki með liðinu á komandi leiktíð. Katie, sem er 24 ára gömul, hefur undanfarin tvö tímabil leikið í bandarísku USL-deildinni, nú síðast með DC Power frá Washington. Alls hefur Katie leikið 40 leiki í USL-deildinni og gert 10 mörk.

Við hlökkum til að fá Katie til liðs við okkur og væntum þess að hún styrki liðið fyrir komandi átök.


Athugasemdir
banner
banner
banner