Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
banner
   mið 14. janúar 2026 22:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Reykjavíkurmótið: Víkingur lagði ÍR - Árni Steinn með fernu gegn Leikni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur er með fullt hús stiga í A-riðli eftir tvær umferðir í Reykjavíkurmótinu eftir 2-0 sigur á ÍR í kvöld.

Aron Elís Þrándarson sá til þess að Víkingur var með forystuna í hálfleik. Stígur Dilja Þórðarson kom inn á sem varamaður eftir rúmlega klukkutíma leik og innsiglaði sigurinn undir lokin.

Fjölnir og Leiknir mættust einnig í kvöld en bæði lið voru að spila sinn þriðja leik.

Leiknum lauk með sigri Fjölnis í hörkuleik. Leiknir er án stiga á botninum á meðan FJölnir er með 4 stig í 3. sæti, jafn mörg stig og Fram sem er í 2. sæti. ÍR er í 4. sæti með þrjú stig.

Leiknir R. 3 - 4 Fjölnir
Mörk Fjölnis: Árni Steinn Sigursteinsson (4)
Markaskorara Leiknis vantar

Víkingur R. 2 - 0 ÍR
1-0 Aron Elís Þrándarson ('22 )
2-0 Stígur Diljan Þórðarson ('82 )
Athugasemdir
banner
banner