Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 11. september 2019 09:30
Magnús Már Einarsson
Beckham reynir að fá Messi í liðið sitt
Powerade
Fer Messi í MLS-deildina?
Fer Messi í MLS-deildina?
Mynd: Getty Images
Milan Skriniar er á óskalista Manchester City.
Milan Skriniar er á óskalista Manchester City.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru mætt með allar helstu kjaftasögur dagsins.



David Beckham hefur haft samband við Lionel Messi (32) með það fyrir augum að fá hann í nýtt félag sitt í MLS deildinni. (Mirror)

Chelsea ætlar að reyna að fá alsírska bakvörðinn Youcef Atal (23) frá Nice á 35 milljónir punda í janúar ef félagið nær að losna úr félagaskiptabanninu. (Sun)

Manchester United hefur verið að fylgjast með Florentino Luis (21) miðjumanni Benfica en Manchester City gæti einnig reynt við hann. (Sport Witness)

Manchester City mistókst að fá varnarmanninn Milan Skriniar (24) frá Inter í sumar. City gæti gert aðra tilraun í janúar. (Tuttosport)

Henrikh Mkhitaryan (30) segist hafa misst ástina fyrir fótbolta í ensku úrvalsdeildinni. Mkhitaryan hefur bæði spilað með Manchester United og Arsenal en hann er núna hjá Roma. (Manchester Evening News)

Manchester City er að reyna að sannfæra Leroy Sane (23) um að skrifa undir nýjan samning áður en Bayern Munchen gerir aðra tilraun til að fá hann. (Standard)

Chelsea ætlar að reyna að fá Jose Gaya (24) vinstri bakvörð Valencia í sínar raðir næsta sumar. (TalkSport)

Brasilíski miðjumaðurinn Lucas Piazon (25) segist vera tilbúinn að yfirgefa herbúðir Chelsea fyrir fullt og allt en hann er þreyttur á ða vera sendur á lán á hverju ári. (Goal)

Arsene Wenger segir að ein mesta eftirsjá sín hjá Arsenal sé að hafa ekki náð að klófesta Lionel Messi þegar hann var ungur. (Bein Sports)

Kevin de Bruyne (28) hefur lofað Vincent Kompany, þjálfara Anderlecht, að hann muni spila einn daginn fyrir hann hjá belgíska félaginu. (Sun)

Sonur George Gillett, fyrrum eiganda Liverpool, er í viðræum um að kaupa Derby. (Mail)

Lögreglan vill fá undanþágu að dómarar hlusti ekki á nýjar reglur FIFA um að leikmenn eiga að fara stystu leið út að hliðarlínu þegar þeim er skipt út af, í leik Portsmouth og Southampton í enska deildabikarnum 24. september. Mikill rígur er á milli félaganna og lögreglan hefur áhyggjur af því að leikmenn geti lent í aðkasti frá stuðningsmönnum í stúkunni. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner