banner
   fös 13. september 2019 08:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Eiður tekur góð ráð frá Guardiola og Mourinho
Eiður Smári er aðstoðarmaður Arnars Þórs Viðarssonar hjá U-21 árs landsliðinu.
Eiður Smári er aðstoðarmaður Arnars Þórs Viðarssonar hjá U-21 árs landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Gudjohnsen ræddi um byrjunina á þjálfaraferli sínum við Goal.com. Eins og flestir vita er Eiður aðstoðarþjálfari íslenska U-21 árs landsliðsins og þetta er hans fyrsta þjálfarastarf.

Eiður sem spilaði undir stjórn marga þekktra knattspyrnustjóra á ferlinum segist nota einhverjar aðferðir frá þeim öllum þegar hann er að þjálfa.

„Ég ákvað að taka þetta á sama tíma, að ná mér í frekari menntun sem þjálfari og vera aðstoðarþjálfari U-21 árs landsliðsins. Það er frábært að byrja þjálfaraferilinn svona, að vera á vellinum og fá reynsluna við að þjálfa þessa ungu og hæfileikaríku leikmenn."

„Maður reynir að nota einhverjar aðferðir frá öllum stjórunum og reyna vinna út frá því. Eitthvað tek ég frá Mourinho, Sam Allardyce og Guardiola," sagði Eiður.

Eiður var spurður hvort hann gæti hugsað sér að snúa aftur til Chelsea fljótlega.

„Ef ég myndi segja að ég væri tilbúinn í það væri ég að ljúga. Ég er bara að taka mín fyrstu skref og þarf að ná mér í meiri reynslu," sagði Eiður í samtali við Goal.com.
Athugasemdir
banner
banner