Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 15. september 2019 21:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-kvenna: Valur þarf að bíða eftir mikla dramatík
Blikar jöfnuðu á síðustu stundu.
Blikar jöfnuðu á síðustu stundu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heiðdís skoraði jöfnunarmarkið.
Heiðdís skoraði jöfnunarmarkið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 1 - 1 Valur
0-1 Fanndís Friðriksdóttir ('41 )
1-1 Heiðdís Lillýardóttir ('94 )
Lestu nánar um leikinn

Valur var hættulega nálægt því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn 2019 í kvöld þegar liðið mætti Breiðablik í Pepsi Max-deild kvenna. Leikurinn var á Kópavogsvelli.

Þetta var úrslitaleikur um titilinn. Fyrir leikinn var staðan þannig að Breiðablik þurfti að vinna leikinn til þess að eiga möguleika á titlinum. Endaði leikurinn í jafntefli, þá hefði Valur þetta í sínum höndum fyrir lokaumferðina, en með sigri yrðu Valskonur Íslandsmeistarar.

Breiðablik fékk mjög gott færi í byrjun leiksins. Berglind Björg átti þá sendingu fyrir markið, en skotið frá Hildi Antonsdóttur fór fram hjá markinu.

Bæði lið vildu ólm ná fyrsta marki leiksins. Valskonur gerðu það, á 41. mínútu leiksins. Fanndís Friðriksdóttir, fyrrum leikmaður Breiðabliks, skoraði þá. „Margrét Lára sendir á Fanndísi sem hefur allan tímann í heiminum rétt fyrir utan teiginn og setur boltann snyrtilega upp í hægra hornið, skotið var samt ekki fast og Sonný var í boltanum og á að mínu mati hreinlega að verja þetta!" skrifaði Baldvin Már Borgarsson í beinni textalýsingu.

Stuttu fyrir markið vildu Blikar fá vítaspyrnu, en ekkert dæmt. Heimakonur höfðu alls ekki verið ólíklegri aðilinn til að skora áður en Fanndís kom Val yfir.

Leikurinn virtist ætla að enda með sigri Vals og þar með yrðu þær Íslandsmeistarar, en Breiðablik pressaði vel á gestina á lokamínútunum og tókst þeim að jafna þegar lítið sem ekkert var eftir af leiknum.

„Blikar fengu hornspyrnu þegar uppbótartíminn var liðinn og Agla María sendir boltann beint á pönnuna á Heiðdísi sem stangar boltann upp í bláhornið!" skrifaði Baldvin þegar Heiðdís Lillýardóttir skoraði.

Strax eftir markið flautaði Ívar Orri, dómari leiksins, leikinn af.

Það munar tveimur stigum á liðunum fyrir lokaumferðina. Valur mætir Keflavík, sem féll úr deildinni í dag, á heimavelli í lokaumferðinni. Breiðablik sækir Fylki heim.
Athugasemdir
banner
banner
banner