Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fim 10. október 2019 11:20
Magnús Már Einarsson
Hamren hefur ekki rætt við Aron: Hann var eyðilagður
Icelandair
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, segist ekki hafa hringt í Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliða eftir meiðslin sem hann varð fyrir í leik með Al Arabi í síðustu viku.

Aron meiddist illa á ökkla og fór í aðgerð í vikunni.

Aron missir af komandi leikjum gegn Frakklandi og Andorra og afar tvísýnt er að hann nái leikjunum gegn Tyrkjum og Moldóvu í næsta mánuði.

„Ég hef ekki rætt við hann. Við sendum skilaboð og hann var eyðilagður yfir meiðslunum," sagði Hamren á fréttamannafundi í dag.

„Ég vildi leyfa honum að vera í friði og tala við hann í næsu viku. Þetta voru slæm meiðsli og allir vita hversu miklu máli það skiptir fyrir hann að spila fyrir Íslands hönd. Ég hef ekki rætt við hann ennþá,"

Athugasemdir