Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 10. október 2019 11:20
Magnús Már Einarsson
Hamren hefur ekki rætt við Aron: Hann var eyðilagður
Icelandair
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, segist ekki hafa hringt í Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliða eftir meiðslin sem hann varð fyrir í leik með Al Arabi í síðustu viku.

Aron meiddist illa á ökkla og fór í aðgerð í vikunni.

Aron missir af komandi leikjum gegn Frakklandi og Andorra og afar tvísýnt er að hann nái leikjunum gegn Tyrkjum og Moldóvu í næsta mánuði.

„Ég hef ekki rætt við hann. Við sendum skilaboð og hann var eyðilagður yfir meiðslunum," sagði Hamren á fréttamannafundi í dag.

„Ég vildi leyfa honum að vera í friði og tala við hann í næsu viku. Þetta voru slæm meiðsli og allir vita hversu miklu máli það skiptir fyrir hann að spila fyrir Íslands hönd. Ég hef ekki rætt við hann ennþá,"

Athugasemdir
banner
banner
banner