Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 10. október 2019 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rakitic ekki í Barcelona til þess að vera í göngutúr á ströndinni
Mynd: Getty Images
Króatíski miðjumaðurinn er orðinn pirraður á litlum spiltíma hjá Barcelona.

Rakitic, sem er 31 árs gamall, hefur aðeins byrjað einn deildarleik frá því þetta keppnistímabil hófst.

„Ég veit ekki hvað mun gerast. Ég vil spila, ekki bara vera hluti af leikmannahópnum. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að breyta stöðu minni," sagði Rakitic sem er í augnblikinu í landsliðsverkefni með Króatíu.

„Ég á tvö ár eftir af samningi mínum og það er enginn betri staður til að spila fótbolta en Barcelona. En ég þarf þá að spila fótbolta, ekki bara njóta þess að vera í göngutúr um borgina og á ströndinni."

Rakitic segir jafnframt að ef ekkert breytist þá ætli hann að setjast niður og taka stöðuna.

Síðasta sumar var Rakitic orðaður við Manchester United og líka við tvö af öflugustu liðum Ítalíu, Juventus og Inter.
Athugasemdir
banner
banner
banner