fös 11. október 2019 23:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar gerir kröfu á sigur gegn Andorra: Þeir eru lélegir
Icelandair
Rúnar Kristinsson.
Rúnar Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, telur að leikurinn gegn Andorra á mánudag eigi að vera algjör skyldusigur fyrir Ísland.

Ísland verður að vinna leikinn til þess að eiga raunhæfa möguleika á að komast beint áfram úr riðlinum og á EM 2020.

„Þeir hafa alltaf trú á sjálfum sér, en við eigum alltaf að vinna Andorra, það er engin spurning," sagði Rúnar í útsendingu á RÚV.

„Ef við horfum á fyrri leikinn sem við spiluðum á lélegu gervigrasi í Andorra, þó við höfum ekki unnið nema 2-0, þá eigum við að leika okkur að því að vinna þá. Þeir eru bara lélegir," sagði Rúnar.

Ildefons Lima, fyrirliði Andorra, er orðinn spenntur fyrir því að mæta til Íslands eins og hann greindi frá á Twitter í kvöld.

Sjá einnig:
Þurfum að treysta á Frakka og vinna þrjá síðustu leikina


Athugasemdir
banner
banner
banner