Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 12. október 2019 13:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Wanyama um met Kipchoge: Til hamingju bróðir!
Kipchoge eftir London maraþonið í vor.
Kipchoge eftir London maraþonið í vor.
Mynd: Getty Images
Kenýamaðurinn Eliud Kipchoge setti í morgun frábært met í maraþon hlaupi þegar hann varð sá fyrsti í sögunni til að hlaupa maraþon á undir tveimur klukkustundum.

Kipchoge kom í gegn á 1 klukkustund 59 mínútum og 40 sekúndum í hlaupinu í Austurríki. Hlaupið var gagngert sett upp til að reyna komast undir tvær klukkustundirnar. Kipchoge var með aðstoð nokkurra svokallaðra héra sem hann eltir til að halda hraðanum uppi. Hann mun ekki fá heimsmetið skráð vegna aðstoðarinnar.

Victor Wanyama, leikmaður landsliðs Kenýa og Tottenham, óskaði landa sínum til hamingju með þetta magnaða afrek sitt. Wanyama er í landsliðshópi Kenýa sem mætir Mózambik á morgun í æfingaleik.

Victor sagði einfaldlega 'Til hamingju bróðir' í Twitter færslu sinni en hana má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner