Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 12. október 2019 20:46
Brynjar Ingi Erluson
Undankeppni EM: Ítalía fer á EM - Noregur gerði jafntefli við Spán
Jorginho skoraði er Ítalíð tryggði sig á EM
Jorginho skoraði er Ítalíð tryggði sig á EM
Mynd: Getty Images
Noregur og Spánn gerðu 1-1 jafntefli í undankeppni Evrópumótsins í kvöld en jöfnunarmarkið kom í uppbótartíma síðari hálfleiks.

Í F-riðli gerðu Noregur og Spánn 1-1 jafntefli. Saul Niguez kom Spánverjum yfir í upphafi síðari hálfleiks en heimamenn jöfnuðu undir lokin.

Kepa Arrizabalaga, markvörður Spánar, ýtti þá Omar Elabdellaoui og vítaspyrna dæmd. Joshua King steig á punktinn og skoraði. Lokatölur 1-1.

Í sama riðli vann Svíþjóð lið Möltu, 4-0. Marcus Danielsson kom Svíum yfir áður en Sebastian Larsson skoraði úr vítaspyrnu. Emil Forsberg gerði þriðja markið áður en Larsson gerði annað mark sitt úr vítaspyrnu.

Spánn er á toppnum í riðlinum með 19 stig, fimm stigum meira en Svíþjóð sem er í 2. sæti.

Ítalía er þá búið að tryggja sæti sitt á EM eftir 2-0 sigur á Grikklandi. Jorginho skoraði úr vítaspyrnu og Federico Bernardeschi gerðu mörkin en Ítalía er nú í 1. sæti J-riðils með 21 stig. Finnland er í 2. sæti með 12 stig og Armenía í þriðja sæti með 10 stig eftir 1-1 jafntefli gegn Liechtenstein.

Úrslit og markaskorarar:

Liechtenstein 1 - 1 Armenía
0-1 Tigran Barseghyan ('19 )
1-1 Yanik Frick ('72 )

IÍtalía 2 - 0 Grikkland
1-0 Jorginho ('62 , víti)
2-0 Federico Bernardeschi ('78 )

Noregur 1 - 1 Spánn
0-1 Saul ('47 )
1-1 Joshua King ('90, víti )


Malta 0 - 4 Svíþjóð
0-1 Marcus Danielson ('11 )
0-2 Sebastian Larsson ('57 , víti)
0-3 Emil Forsberg ('66 )
0-4 Sebastian Larsson ('71 , víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner