Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 09. nóvember 2019 18:37
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Pellegrini: Landsleikjahléið kemur á góðum tíma
Manuel Pellegrini knattspyrnustjóri West Ham.
Manuel Pellegrini knattspyrnustjóri West Ham.
Mynd: Getty Images
West Ham er ekki í góðum málum í ensku úrvalsdeildinni, í dag heimsóttu þeir Burnley sem hafði betur 3-0.

Manuel Pellegrini knattspyrnustjóri West Ham var skiljanlega pirraður þegar hann mætti í viðtal að leik loknum.

„Ég veit ekki hvort ég eigi að segja að þetta hafi verið óásættanleg frammistaða. Fyrsta markið sem við fengum á okkur kom eftir hornspyrnu sem átti ekki að vera hornaspyrna," sagði Pellegrini.

„Það hjálpar að sjálfsögðu ekkert þegar við erum að fá á okkur svona mörk. Ég hef áhyggjur af því hversu mörg mörk við erum að fá á okkur, við þurfum að gera breytingar á okkar leik. Ég kýs að tala ekki um einstaka leikmenn, ég tala frekar um liðið."

„Við höfum núna 15 daga til að laga það sem betur má fara. Landsleikjahléið kemur á góðum tíma, við þurfum að leggja mikla vinnu á okkur núna á næstu dögum. Þetta snýst ekki bara um sjálfstraustið, við erum einfaldlega að fá á okkur alltof mörg mörk. Þegar maður fær á sig svona mörg mörk er mjög erfitt að vinna leiki," sagði Pellegrini sem hefur verk að vinna í landsleikjahléinu.
Athugasemdir
banner