Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 10. nóvember 2019 13:38
Brynjar Ingi Erluson
Cafu hrifinn af Alexander-Arnold - Gæti farið næsta sumar
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool gæti átt í erfiðleikum með að halda Trent Alexander-Arnold hjá félaginu en brasilíska goðsögnin Cafu ræddi um leikmanninn í viðtali í gær.

Alexander-Arnold er 21 árs gamall en hann er kominn með 4 stoðsendingar og 1 mark á þessari leiktíð. Hann er með ótrúlega sýn á völlinn og eru sendingar hans einn helsti styrkleikinn.

Cafu, sem er stuðningsmaður Liverpool, segir að Liverpool gæti átt í basli með að halda honum hjá félaginu.

„Trent hefur verið einn af betri leikmönnum deildarinnar og hann er ein aðal ástæða þess að Liverpool er að ná velgengni," sagði Cafu.

„Við gætum séð hann fara eitthvað eftir tímabilið. Hann er ekki bara góður varnarmaður heldur getur hann einnig hjálpað í sóknarleiknum, bæði með og án boltans."

„Þess vegna hefur hann verið öflugur í að skora mörk og má segja að hann sé einhverskonar leikstjórnandi sem skorar mörk,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner