sun 10. nóvember 2019 14:01
Hafliði Breiðfjörð
Róbert Orri í Breiðablik (Staðfest)
Orri Hlöðversson formaður knattspyrnudeildar, Róbert Orri Þorkelsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari meistarflokks karla.
Orri Hlöðversson formaður knattspyrnudeildar, Róbert Orri Þorkelsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari meistarflokks karla.
Mynd: Blikar.is
Breiðablik tilkynnti í dag að félagið hafi gengið frá kaupum á Róberti Orra Þorkelssyni.

Róbert Orri sem er varnarmaður kemur til félagsins frá Aftureldingu þar sem hann hefur spilað undanfarin ár.

Róbert Orri er 17 ára gamall en þrátt fyrir ungan aldur á hann að baki 40 leiki með meistaraflokki. Í sumar spilaði Róbert nítján leiki með Aftureldingu 1. deildinni og skoraði í þeim þrjú mörk.

Hann á að baki 23 leiki með yngri landsliðum Íslands en eins og gefur að skilja var mikill áhugi honum meðal stærstu félaga landsins nú í haust.

„Það er okkur Blikum mikil ánægjutíðindi að samkomulag hafi náðst milli félaganna og að Róbert Orri skyldi velja Breiðablik þar sem hann mun halda áfram að vaxa og dafna. Það verður spennandi að fylgjast með Róberti Orra grænu treyjunni," segir í tilkynningu Breiðabliks.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner