Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 10. nóvember 2019 15:44
Brynjar Ingi Erluson
Rússland: CSKA hafði betur gegn botnliðinu
Hörður og Arnór spiluðu báðir í dag
Hörður og Arnór spiluðu báðir í dag
Mynd: Getty Images
Sochi 2 - 3 CSKA
1-0 Andrey Mostovoy ('7 )
1-1 Miha Mevlja ('16 , sjálfsmark)
2-1 Dmitriy Poloz ('46 , víti)
2-2 Ivan Oblyakov ('52 )
2-3 Fedor Chalov ('55 )

CSKA Moskva er í þriðja sæti eftir 3-2 sigur á Sochi í rússnesku deildinni í dag.

Heimamenn í Sochi komust yfir á 7. mínútu með marki frá Andrey Mostovoy. CSKA jafnaði níu mínútum síðar en Arnór Sigurðsson reyndi þá fyrirgjöf sem Miha Mevlja stangaði yfir markvörð sinn og inn.

Sochi komst aftur yfir undir lok fyrri hálfleiks með marki úr vítaspyrnu en Vadim Karpov braut þá á framherja Sochi í teignum.

Ivan Oblaykov jafnaði í upphafi síðari hálfleiks með góðu skoti fyrir utan teig eftir gott spil áður en Fedor Chalov tryggði stigin þrjú með marki þremur mínútum síðar.

Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn í vörn CSKA en Arnór fór af velli á 71. mínútu.

CSKA í 3. sæti með 30 stig, sex stigum á eftir toppliði Zenit.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner