Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 10. nóvember 2019 20:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrettán ára einokun BATE að enda í Hvíta-Rússlandi
Willum Þór Willumsson leikur með BATE.
Willum Þór Willumsson leikur með BATE.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum Þór Willumsson kom inn á sem varamaður á 72. mínútu þegar BATE vann Vitebsk á útivelli í úrvalsdeildinni í Hvíta-Rússlandi á þessum sunnudegi.

Leikurinn endaði með 2-1 sigri BATE, en Stanislav Dragun gerði sigurmarkið þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Það eru tvær umferðir eftir í úrvalsdeildinni í Hvíta-Rússlandi og þarf BATE á kraftaverki að halda til að vinna deildina.

BATE hefur unnið deildina síðustu 13 árin, en nú er útlit fyrir að nýtt nafn fari á bikarinn. Dinamo Brest er með fimm stiga forskot fyrir síðustu tvo leikina.

Hólmar spilaði í tapi
Hólmar Örn Eyjólfsson, sem var kallaður inn í landsliðshópinn fyrir Rúnar Már Sigurjónsson, var í byrjunarliði Levski Sofia og lék allan leikinn í tapi gegn Botev Plovdiv í búlgörsku úrvalsdeildinni.

Hólmar hefur gert vel í að jafna sig af erfiðum meiðslum og er kominn á gott ról með Levski.

Levski Sofia er í þriðja sæti búlgörsku úrvalsdeildarinnar með 35 stig eftir 16 leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner