Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 10. nóvember 2019 23:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu stórkostlegt mark Jóns Dags - Bankar á landsliðsdyrnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson var á skotskónum þegar AGF lagði SönderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Jón Dagur kom AGF á bragðið eftir sex mínútur er hann skoraði með mjög góðu skoti fyrir utan teig.

Hans fjórða mark í dönsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Íslendingavaktin birti myndband af markinu og má sjá það hér að neðan.

Jón Dagur er tvítugur U21 landsliðsmaður. Hann var inn í myndinni fyrir síðasta A-landsliðshóp eins og landsliðsþjálfarinn Erik Hamren sagði frá í viðtali við Fótbolta.net.

„Við vorum til dæmis með Jón Dag með okkur í Katar í janúar. Hann er líka mjög áhugaverður leikmaður. Hann var líka í huga mínum fyrir þessa leiki. Hann gæti orðið mjög góður leikmaður," sagði Hamren.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner