Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 03. desember 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Grosso rekinn frá Brescia - Corini ráðinn aftur (Staðfest)
Corini fær annað tækifæri hjá Brescia.
Corini fær annað tækifæri hjá Brescia.
Mynd: Getty Images
Fabio Grosso hefur verið rekinn úr þjálfarastarfi Brescia eftir tæpan mánuð í starfi. Hann tók við af Eugenio Corini í byrjun nóvember en nú hefur Corini verið ráðinn aftur í starfið.

Eigandi Brescia er Massimo Cellino, fyrrum eigandi Cagliari og Leeds, sem er frægur fyrir að vera snöggur að skipta um þjálfara hjá félögum í sinni eigu.

Hjá Leeds skipti hann fimm sinnum um þjálfara á einu og hálfu ári á meðan hann skipti 36 sinnum um þjálfara hjá Cagliari á 22 árum.

Nú er hann búinn að skipta átta sinnum um þjálfara hjá Brescia frá því að hann keypti liðið í júní 2017.

Brescia komst upp úr B-deildinni í fyrra undir stjórn Corini. Liðið er á botni A-deildarinnar sem stendur, með 7 stig eftir 13 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner