Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 03. desember 2019 08:45
Ívan Guðjón Baldursson
Schmidt og Marcelino höfnuðu Watford
Mynd: Getty Images
Watford er í stjóraleit eftir brottrekstur Quique Sanchez Flores á dögunum en gengi liðsins hefur verið skelfilegt á leiktíðinni. Watford er á botni úrvalsdeildarinnar, með 8 stig eftir 14 umferðir.

The Athletic greinir frá því að Roger Schmidt og Marcelino hafi báðir hafnað starfstilboðum frá Watford. Schmidt er þýskur stjóri sem gerði garðinn frægan með Red Bull Salzburg og Bayer Leverkusen. Hann er án starfs sem stendur eftir tvö ár hjá Beijing Guoan í Kína.

Marcelino var rekinn úr starfi hjá Valencia skömmu fyrir upphaf deildartímabilsins vegna ósættis við stjórnendur félagsins. Arsenal er talið meðal félaga sem vilja nýta sér þjónustu hans, en honum þótti tilboðið frá Watford ekki nægilega gott.

Sky Sports segir Watford vera í viðræðum við Jose Angel Ziganda, fyrrum þjálfara Athletic Bilbao, en hann sé þó ekki ofarlega á óskalistanum. Þá er einnig talið að Chris Hughton, Paul Clement og Sam Allardyce komi ekki til greina í starfið þrátt fyrir orðróma sem herma annað.

Hayden Mullins stýrir liðinu tímabundið, þar til nýr stjóri finnst. Næsti leikur er annað kvöld, á útivelli gegn sterku liði Leicester.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner