Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 03. desember 2019 11:30
Elvar Geir Magnússon
Valur og KR leika til úrslita á Bose mótinu á fimmtudag
Valur - KR á fimmtudaginn klukkan 17:30.
Valur - KR á fimmtudaginn klukkan 17:30.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úrslitaleikur Bose æfingamótsins fer fram á fimmtudaginn en Íslandsmeistarar KR munu þar mæta Íslandsmeisturunum frá 2018, Valsmönnum.

Leikurinn fer fram á heimavelli Vals, Origovellinum, klukkan 17:30 á fimmtudag. KR-ingar innsigluðu Íslandsmeistaratitil sinn á Origovellinum í sumar.

Bose æfingamótinu er skipt í tvo riðla. Valur vann riðil-1 með því að hljóta 7 stig en KR endaði með fullt hús, 9 stig, í riðli-2.

Heimir Guðjónsson tók við þjálfun Vals eftir síðasta tímabil en hér að neðan má sjá hvaða breytingar hafa átt sér stað hjá liðunum tveimur.

KR:

Komnir:
Axel Sigurðarson frá Gróttu (Var á láni)
Ástbjörn Þórðarson frá Gróttu (Var á láni)
Bjarki Leósson frá Gróttu (Var á láni)
Emil Ásmundsson frá Fylki

Farnir:
Sindri Snær Jensson hættur

Valur:

Komnir:
Birkir Heimisson frá Herenveen

Farnir:
Bjarni Ólafur Eiríksson í ÍBV
Anton Ari Einarsson í Breiðablik
Emil Lyng
Garðar Bergmann Gunnlaugsson hættur
Athugasemdir
banner
banner