Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 10. desember 2019 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Valskonur fögnuðu sigrinum vel
Mynd: Origo
Valskonur tryggðu sér sigur í Bose móti kvenna sem lauk um helgina og fögnuðu vel og innilega þegar þær fengu sigurlaunin afhent, glæsilegan Bose hátalara.

Valur tryggði sér sigur í mótinu með góðum sigrum á KR og FH en tapaði óvænt fyrir Keflavík sem kom þó ekki að sök. Valur fékk 6 stig í mótinu og var með mun betri markatölu en FH sem einnig fékk 6 stig, en KR og Keflavík hlutu 3 stig. Leikirnir fóru fram í Skessunni og Reykjaneshöll.

„Það var mjög ánægjulegt að vinna fyrsta Bose mótið í kvennaflokki. Það er frábært að fá svona mót í stað hefðbundinna æfingaleikja. Umgjörðin var til fyrirmyndar og ég vil hrósa Origo fyrir að gera þetta svona veglega," segir Eiður Benedikt Eiríksson, aðstoðarþjálfari Vals, hæstánægður með sigurinn.
Athugasemdir
banner