West Ham blandar sér í baráttu um Soule - City hefur áhuga á Donnarumma - PSG vill leikmenn Man Utd
   þri 25. júlí 2006 08:20
Guðmundur Dagur Ólafsson
Liverpool stigahæstir á Englandi frá upphafi
Liverpool hefur verið sigursælt í gegnum tíðina
Liverpool hefur verið sigursælt í gegnum tíðina
Mynd: Fótbolti.net - Hjalti Þór Hreinsson
The Times dagblaðið á Englandi birti í gær lista yfir stigahæstu liðin á Englandi frá upphafi. Það er Liverpool sem trónir á toppnum á listanum en Manchester United fylgir á hæla þeirra í öðru sæti.

Stigin eru talin frá stofnun efstu deildar á Englandi árið 1888 og er Liverpool með 5927 stig úr 3643 leikjum en það gerir 1,63 stig að meðaltali í leik. Liverpool hefur líka unnið deildina oftast eða 18 sinnum en Manchester United hefur unnið hana 15 sinnum.

Manchester United eru eins og áður segir í öðru sæti með 5337 stig úr 3287 leikjum en það gerir 1,62 stig að meðaltali í leik. Í þriðja sæti er svo Arsenal, sem hefur orðið meistari 13 sinnum, með 5780 stig úr 3643 leikjum eða 1,59 stig að meðaltali í leik.

Næstu lið á listanum eru svo Leeds United (1,48 stig að meðaltali), Aston Villa (1.47), Everton (1,47), Tottenham (1,44), Newcastle United (1,43), Wolverhampton Wanderers (1,42) og Burnley (1,41).

Chelsea, Englandsmeistari síðustu tveggja ára, eru í fjórtánda sæti, með 1.39 stig að meðaltali í leik og ef þeir ætla að ná Liverpool verða þeir að fá 90 stig á hverju tímabili næstu 23 árin.

Everton, sem stofnaði efstu deildina ásamt fleiri liðum, hafa spilað flesta leiki eða 4027 en Liverpool hafa unnið flesta, 1674. Everton eiga líka metið yfir flest jafntefli, 987, og töp, 1402.
Athugasemdir
banner
banner
banner