Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 15. september 2006 12:00
Hafliði Breiðfjörð
Landsbankadeild 3/12: Flestir ætla að spila áfram þó lið þeirra falli
Mynd: Getty Images
Mikill meirihluti leikmanna Landsbankadeildarinnar, eða 76%, segjast ætla að spila áfram með sínu liði þó það falli niður úr deildinni í ár. Þetta kemur fram í könnun sem Fótbolti.net framkvæmdi meðal leikmanna deildarinnar í vor þegar mótið var að byrja.

Sex lið geta enn fallið úr deildinni en oft hefur það verið þannig þegar lið falla að fjöldi leikmanna skiptir úr félaginu og í annað. Það virðist hinsvegar ekki ætla að verða uppi á teningnum þetta árið ef marka má niðurstöðu könnunarinnar en 175 leikmenn úr deildinni tóku þátt í að svara. 76% leikmanna svöruðu játandi aðspurðir hvort þeir myndu spila áfram með sínu liði ef það fellur í ár en 24% svöruðu neitandi.

Sem áður sagði geta enn sex lið fallið úr deildinni. Það eru Víkingur, Fylkir, Breiðablik, Grindavík, ÍA og ÍBV. Baráttan um stigin er hörð en aðeins tvær umferðir eru eftir af mótinu. Fyrri umferðin er leikin á morgun klukkan 16:00 og lokaumferðin svo laugardaginn 23. september, eftir rúma viku.

Myndir þú spila áfram með liði þínu ef það félli í ár ?
Já 76%
Nei 24%

Í maí 2006 lagði Fótbolti.net könnun fyrir alla leikmenn Landsbankadeildarinnar. Svarhlutfallið var mjög gott því 175 leikmenn deildarinnar svöruðu könnuninni. Nú höfum við unnið úr niðurstöðum könnunarinnar og á næstu dögum munum við birta daglega fróðlegar upplýsingar sem þar komu fram. Klukkan 12:00 á hádegi alla daga fram að lokaumferð deildarinnar 23. september mun birtast hér á síðunni nýr moli úr könnuninni.

Sjá einnig:
Landsbankadeild 1/12: Skemmtilegasti og erfiðasti völlurinn
Landsbankadeild 2/12: Flestir töldu Tryggva bestan
Athugasemdir
banner
banner
banner