Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 01. febrúar 2023 12:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ari Sigurpáls framlengir við Víking
Átti gott tímabil í fyrra.
Átti gott tímabil í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Sigurpálsson hefur skrifað undir nýjan samning við Víking. Nýi samningurinn gildir út tímabilið 2026. Fyrri samningur átti að renna út eftir tímabilið 2025.

Ari var í stóru hlutverki hjá Víkingi í fyrra eftir að hafa komið til félagsins frá Bologna á Ítalíu síðasta vetur. Hann kom við sögu í öllum leikjum liðsins í öllum keppnum, byrjaði 20 deildarleiki og kom inn á í sjö. Þá var lék hann í öllum fimm bikarleikjum liðsins og varð bikarmeistari síðasta haust.

Í þeim leikjum skoraði hann átta mörk og lagði upp sjö. Frábært fyrsta heila tímabilið í efstu deild.

Ari er uppalinn í HK en fór til Bologna haustið 2019. Hann fór fyrst á láni en var keyptur sumarið 2020 til ítalska félagsins. Hann lék tvo leiki með HK í efstu deild árið 2019 og svo átta sumarið 2020, á láni frá Bologna. Ari var svo keyptur til Víkings í febrúar á síðasta ári.

Hann er nítján ára kantmaður sem á að baki 28 leiki fyrir yngri landsliðin. Hann lék í nóvember sinn fyrsta U21 landsleik og er í æfingahópnum fyrir komandi verkefni gegn Írum seinna í þessum mánuði.
Athugasemdir
banner
banner