Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
   fim 25. desember 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Enska fótboltasambandið kærir Romero
Mynd: EPA
Enska fótboltasambandið (FA) hefur kært argentínska miðvörðinn Cristian Romero fyrir óviðeigandi hegðun hans í leik Tottenham og Liverpool um síðustu helgi.

Romero sá rauða spjaldið í 2-1 tapinu en hann er kærður fyrir hegðun sína eftir seinna gula spjaldið sem hann fékk undir lok leiks.

Hann fékk gula spjaldið þegar Hugo Ekitike skoraði seinna mark Liverpool fyrir að mótmæla þar sem hann taldi Frakkann hafa brotið á sér og síðan seinna gula fyrir að sparka í Ibrahima Konate.

Romero tók sér tíma að láta dómarann heyra það áður en hann fór af velli en fótboltasambandið hefur nú kært hann fyrir þessa hegðun.

Tottenham og Romero hafa frest til 2. janúar til að svara kærunni.
Athugasemdir
banner
banner