Englandsmeistarar Liverpool lögðu aldrei fram opinbert tilboð fyrir Antoine Semenyo, leikmann Bournemouth á Englandi, en þetta segir Fabrizio Romano á X.
Samkvæmt Romano er Semenyo á leið til Manchester City sem er nú í viðræðum við Bournemouth um hvernig sé best að greiða 65 milljóna punda klásúluverð hans.
Liverpool hefur lengi haft áhuga á Semenyo og hafði meðal annars samband við Bournemouth í nóvember en fylgdi ekki þeim áhuga á eftir.
Það var ekki fyrr en í þessari viku sem Liverpool hafði aftur samband með mögulegan áhuga á því að virkja klásúlu leikmannsins, en kom aldrei með opinbert tilboð fyrir sjálfan leikmanninn.
Semenyo hefur nú ákveðið að fara til Man City, en Manchester United var einnig í baráttunni. Chelsea og Tottenham höfðu einnig samband.
Athugasemdir


