Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 01. mars 2021 20:30
Brynjar Ingi Erluson
Shaw og Solskjær sleppa við refsingu
Luke Shaw
Luke Shaw
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United og Luke Shaw, leikmaður liðsins, sleppa við refsingu eftir ummæli þeirra eftir markalausa jafnteflið við Chelsea um helgina.

United vildi fá vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum er boltinn fór í hönd Callum Hudson-Odoi en Stuart Atwell, dómari leiksins, dæmdi ekki vítaspyrnu.

Shaw mætti í viðtal eftir leikinn þar sem hann ræddi um samskipti Harry Maguire og Atwell en þau ummæli eru umtöluð.

„Dómarinn sagði meira að segja við Maguire, ég heyrði hann segja, 'ef ég segi að þetta er víti þá mun þetta verða mjög umtalað eftir á.' Ég veit ekki alveg hvað gerðist þar. Maguire sagði að þeim var sagt að þetta væri víti, þeim var sagt það af VAR. Ég er ekki viss og ég skil þetta ekki. Við vorum með boltann svo af hverju að stoppa ef þú ætlar ekki að dæma víti," sagði Shaw í viðtali en talsmaður Manchester United segir að Shaw hafi misheyrt hvernig samtalið fór fram.

Solskjær ræddi einnig um atvikið við fjölmiðla og sýndi Shaw þar stuðning en enska knattspyrnusambandið ætlar ekki að refsa þeim fyrir ummælin þar sem þetta stangast ekki á við reglugerð sambandsins.

Atwell var boðið að skoða atvikið með hjálp VAR en hann ákvað að hafna því boði og stóð við ákvörðun sína um að gefa United ekki víti þar sem hann taldi að Hudson-Odoi hafi verið í náttúrulegri stöðu þegar hann handlék knöttinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner