Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 01. apríl 2023 14:07
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnar ánægður með Sölva Geir - „Gríðarlega efnilegur þjálfari"
Sölvi Geir og Arnar Gunnlaugsson
Sölvi Geir og Arnar Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cardaklija hér til hægri
Cardaklija hér til hægri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings var í spjalli í upphitunarþætti Innkastsins á dögunum. 


Víkingur hefur gert frábæra hluti undir stjórn Arnars en hann tekur eðlilega ekki alla ábyrgð á því. Hann hrósaði Sölva Geir Ottesen, aðstoðarþjálfara sínum og öðru starfsfólki innan félagsins.

„Hann (Sölvi) veit ansi mikið um fótbolta og sérstaklega varnarleik. Hann er gríðarlega viljugur á að læra. Hann var svipaður og ég þegar ég byrjaði, vorum engir tölvunördar en nú er hann tölvusnillingur og kann á öll greiningarkerfin," sagði Arnar.

„Hann vill bæta sig á hverjum einasta degi og hringir oft á dag til að spurja um ýmsa þætti. Hann er gríðarlega efnilegur þjálfari og búinn að hjálpa mér mikið. Hann er sterkur karakter, hann leynir aldrei á sínum skoðunum, hann er enginn 'já maður', ég þarf ekki á þeim að halda," sagði Arnar sem sér mikla framtíð fyrir Sölva hjá félaginu.

Cardaklija er ekki sá vinsælasti.

„Við erum með tvo sterka greinendur, (Hajrudin) Cardaklija markmannsþjálfari er ómetanlegur. Ég veit að hann er hataður af flestum dómurum landsins og flestum þjálfurum á jákvæðan hátt á meðan á leik stendur, hann er einn af þeim karakterum sem eru svo ljúfir sem lamb þegar leikurinn er búinn. Fyrir utan það að vera markmannsþjálfari hefur hann gríðarlega þekkingu á fótbolta," sagði Arnar.

Þá segir hann að félagið sé með mjög ákveðna og góða stefnu að þegar Arnar yfirgefur félagið mun hann ekki hafa áhyggjur af því að arftaki hans muni halda áfram að byggja ofan á hans starf.


Upphitun Innkastsins - Arnar Gunnlaugsson
Athugasemdir
banner