Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 01. maí 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neville vill taka við félagsliði næst
Phil Neville.
Phil Neville.
Mynd: Getty Images
Phil Neville stefnir á að taka við félagsliði þegar samningur hans við enska kvennalandsliðið rennur út.

Neville hefur staðfest að hann muni hætta sem þjálfari enska kvennalandsliðsins þegar samningur hans rennur út sumarið 2021.

Þetta þýðir að hann mun ekki stýra liðinu á EM í Englandi eins og áætlað var. EM átti að fara fram 2021 en þar sem EM karla og Ólympíuleikarnir færðust til sumarsins 2021 vegna kórónuveirunnar þá mun EM kvenna fara fram 2022.

Neville er 43 ára gamall og hefur stýrt enska kvennalandsliðinu frá 2018. Undir hans stjórn endaði England í fjórða sæti á HM í fyrra. Eftir HM hafa úrslitin í æfingaleikjum ekki verið ásættanleg og hefur enska liðið aðeins unnið þrjá af síðustu tíu leikjum sínum.

Svo gæti farið að Neville stýri enska kvennalandsliðinu á Ólympíuleikunum næsta sumar, en það á eftir að koma í ljós. „Það stærsta fyrir mig er að klára þetta verkefni með Englandi," sagði Neville við heimasíðu Manchester United, en hann er fyrrum leikmaður United og Everton.

„Það getur verið pirrandi að vera landsliðsþjálfari. Þú færð bara að vera með stelpunum í 12 daga í senn. Að þjálfa á hverjum degi er það sem ég vil gera næst. Ég vil hafa meiri áhrif á leikmenn mína."

Neville tók það ekki fram hvort að hann myndi frekar vilja þjálfa félagslið í kvennabolta eða karlabolta.
Athugasemdir
banner
banner